Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 12
12 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
LÖGGÆSLA Ríkislögreglustjóri
hefur auglýst lausar stöður 32
lögreglumanna hjá fjórum
lögregluembættum. Átján stöður
eru fyrir lögregluna á höfuð-
borgarsvæðinu, tólf fyrir lögregl-
una á Suðurnesjum, ein staða er á
Blönduósi og staða lögregluvarð-
stjóra á Egilsstöðum er laus.
Þá munu 78 lögreglumenn
brautskrást frá grunnnámsdeild
Lögregluskólans á þessu ári, sem
er um tíu prósent af öllu lögreglu-
liðinu. - jss
Ríkislögreglustjóri:
Rúmlega 30
stöður lausar
NORÐURLJÓSADÝRÐ Í ALASKA Norður-
ljós blika á himni yfir kirkju Votta
Jehóva nærri Palmer í Alaska.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
*Vextir á SPRON Vaxtabót samkvæmt gildandi vaxtatöflu SPRON 1. apríl 2008. Vaxtaaukinn leggst inn á reikninginn um næstu áramót.
A
R
G
U
S
/
0
8-
01
5
8
Allt að
16,30% vextir +16% vaxtaauki!*
Þeir sem stofna SPRON Vaxtabót á Netinu fyrir 15. apríl nk.
fá 16% vaxtaauka á áunna vexti til 1. júli nk.*
Nýttu þér þetta TILBOÐ
og stofnaðu reikning á spron.is
DÓMSMÁL Karlmaður, búsettur í
Kópavogi, hefur verið dæmdur í
átta mánaða fangelsi, þar af fimm
mánuði á skilorði, fyrir að hafa
ráðist með grófu ofbeldi á fyrr-
verandi sambýliskonu sína. Hann
var jafnframt dæmdur til að
greiða henni 900 þúsund krónur í
miskabætur. Hámarksrefsing
fyrir brot af þessu tagi, sem heyra
undir 217. grein almennra hegn-
ingarlaga, er 12 mánuðir.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa í fjögur skipti ráðist á kon-
una, dregið hana á hárinu og geng-
ið í skrokk á henni með höggum og
spörkum. Í síðasta tilvikinu braust
maðurinn inn til konunnar og mis-
þyrmdi henni. Konan hlaut í öll
skipti umtalsverða áverka og
eymsl.
Maðurinn neitaði sök fyrir dómi.
Dómurinn taldi frásögn hans ekki
trúverðuga og að í henni væru
mótsagnir. Aftur á móti taldi
dómurinn framburð konunnar trú-
verðugan. Hann var studdur
læknis vottorði, svo og framburði
læknis og vitna. Í dóminum kemur
fram að maðurinn hafi átt að baki
nokkurn sakaferil. Brot hans gegn
konunni hafi verið niðurlægjandi
fyrir hana og einkennst af „hrotta-
skap og ófyrirleitni“. - jss
HÉRAÐSDÓMUR Dómurinn sagði brot
mannsins gegn konunni hafi verið
niðurlægjandi fyrir hana og einkennst af
„hrottaskap og ófyrirleitni“.
Dæmdur í héraðsdómi fyrir fjórar líkamsárásir á fyrrverandi sambýliskonu:
Átta mánuðir fyrir gróft ofbeldi
LÖGREGLUMÁL „Þjófarnir hafa þurft
tvær ferðir á vörubíl,“ segir verk-
takinn Hannes Þór Baldursson um
dularfullt hvarf steypumóta frá
Grandagarði.
Hannes, sem er annar eigenda
Viðhalds fasteigna ehf, segir að
steypumótum frá fyrirtækinu hafi
verið komið fyrir við Grandagarð
8 í Reykjavík fyrir um þremur
vikum. Þar sé verið að steypa hæð
ofan á gamla Sjóminjasafnið.
„Þegar ég kom í vinnuna á
mánudaginn sá ég að það vantaði
slatta af mótum. Ég hélt fyrst að
einhver hefði fengið þau lánuð en
komst fljótt að öðru,“ segir
Hannes.
Þegar að var gáð reyndust vera
horfin steypumót sem samanlagt
eru nærri 70 lengdarmetrar.
„Þetta er tjón fyrir um sex og
hálfa milljón,“ segir Hannes.
Maður í nágrenninu átti leið hjá
þegar mótin voru flutt á brott á
sunnudaginn. „Hann var hins vegar
ekkert að spá neitt í þetta og tók
ekki eftir neinu sérstöku sem gagn-
ast,“ segir Hannes, sem telur að
þjófurinn eða þjófarnir hafi vísast
verið að minnsta kosti klukkustund
að bisa við að stela mótunum. „Lög-
reglan var alveg gáttuð á þessu.
Þetta er alveg stórskrítið.“ - gar
Bíræfinn þjófnaður um hábjartan dag við gamla Sjóminjasafnið á Grandagarði:
Stálu 70 metra löngum steypumótum
HANNES ÞÓR BALDVINSSON Mótin sem var stolið voru frá Kvörnum og
heita Marcegaglia. Mótin eru nýleg og sprautuð á köntunum með gulri
og rauðri málningu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
MÁLÞING Íslenska í fjölmiðlum er
yfirskrift málþings sem Íslensk
málnefnd og Blaðamannafélag
Íslands boða til í dag.
Rædd verður ábyrgð fjölmiðla
gagnvart íslensku máli og
um gengni fjölmiðla við tungu-
málið, auk þess sem fjallað verður
um sjónvarpsþýðingar og talsetn-
ingu sjónvarpsefnis.
Málþingið er hið sjöunda í röð
ellefu málþinga Íslenskrar
málnefndar á þessu vormisseri en
nefndin vinnur nú að tillögu að
málstefnu fyrir menntamálaráðu-
neytið. Þingið, sem er haldið á
Hótel Holti, hefst klukkan fjögur
og lýkur klukkan sex. - kdk
Boðað til málþings í dag:
Íslenska í fjöl-
miðlum rædd
Málið í kviðdómi
Ellefu manna kviðdómur í réttarrann-
sókninni á dauða Díönu prinsessu
dró sig í hlé í gær. Kviðdómurinn
hefur hlustað á vitnisburð 250 manns
síðustu sex mánuði.
BRETLAND