Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Geir kastaði sér í brúnan leður-sófa einkaþotunnar, klæddi sig úr skónum og teygði úr sér. „Ahh, svona á lífið að vera,“ dæsti hann og trommaði á magann á sér. „Já,“ samsinnti „Ingibjörg. „Ekki sömu þrengslin og á Saga class, að ég tali nú ekki um í almenningn- um.“ Það kom eilítið hik á Ingi- björgu þegar hún mundi að fjöl- miðlafólk hafði náðarsamlegast fengið að sitja í. Hún sneri sér að blaðamanni. „Ekki svo að skilja að ég hafi eitthvað á móti því að sitja í almenningi,“ sagði hún með móður legri festu. „Þar kynnist maður einmitt „fólkinu“, en ég hef miklar mætur á íslenskri alþýðu.“ Hún leit glottandi á Geir og dró auga í pung svo lítið bar á. Í þann mund kom Geir auga á kæliskáp. „Nei, sko – minibar. Eins gott að Villi Vill er ekki með okkur, hann myndi taka hann úr sam- bandi, ha!“ sagði hann og gaf Ingi- björgu olnbogaskot. Geir opnaði kælinn. „Viltu bjór?“ Ingibjörg afþakkaði muldrandi að það væri fullsnemmt fyrir sig. „Það hefur nú ekki alltaf verið fullsnemmt fyrir þig,“ sagði Geir. „Manstu þegar ég, þú og Össur...“ „Ég held að blaðamaður hafi ekki áhuga á því,“ greip Ingibjörg fram í og setti í brýrnar. JÆJA, ég ætla að minnsta kosti að fá mér einn – ég er í fríi, fjandinn hafi það,“ sagði Geir. „Við erum reyndar að fara á Nató-fund,“ sagði Ingibjörg. „Sama og frí,“ svaraði hann. „Hérna, Kristal plús fyrir þig, það er að segja ef það er ekki of sterkt fyrir þig,“ bætti Geir við og gaggaði eins og kjúkl- ingur, Ingibjörgu til háðungar. INGIBJÖRG hló vandræðalega. „Láttu ekki svona, Geir, blaða- maðurinn fer hjá sér.“ Geir tók gúlsopa af bjórnum og ropaði. „Nú? Vilt þú bjór?“ sagði hann og otaði einum köldum að blaða- manni. „Svona, fáðu þér. Annars læt ég Davíð hækka stýrivexti! Ertu ekki með yfirdrátt? Haha, nei, ég er bara að grilla í þér.“ GEIR kláraði bjórinn og ákvað að leggja sig. „Solla, hnipptu í mig áður en við lendum í Ungverja- landi.“ „Rúmeníu,“ leiðrétti hún. „Já, eða þar. Það er ekki að gömlu lopapeysukommunum að spyrja, þið þekkið Austur-Evrópu eins og handarbakið á ykkur.“ „Ég man að sellan mín átti einmitt vinasellu í Rúmeníu „i den“,“ sagði Ingibjörg og lygndi aftur augum. „Ah já, í þá gömlu góðu... þegar maður hafði hugsjónir.“ „Já, tók Geir undir, leit á blaðamann og ranghvolfdi augum. „Mjög vondar að vísu – en samt.“ Til Búkarest Í dag er föstudagurinn 4. apríl, 95. dagur ársins. 6.34 13.31 20.29 6.14 13.15 20.18 Ferðaskrifstofa á mann miðað við 2 fullorð na á Catalonia Albinoni, br ottför 11. apríl. Innifalið: Flug, fl ugvallaska ttar og gisting með morgu nverði í 3 nætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.