Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Egill Einarsson þúsundþjalasmiður er snjall
þegar kemur að því að elda góðan mat. Þegar
Egill bragðar á rétti sem honum líkar er hann
óhræddur að spyrjast fyrir um innihald og
aðferð. Uppáhaldið hans Egils er saltfiskréttur
sem hann bragðaði fyrst hjá félaga sínum og
hvetur hann alla til að prófa.
„Saltfiskrétturinn er alveg frábær og hentar vel hvar
og hvenær sem er. Það er auðvelt að matreiða hann
og bara skemmtilegt. Hingað til hefur rétturinn hlotið
mikið lof og veldur gestum mínum í matarboðum
aldrei vonbrigðum,“ segir Egill.
Það sem þarf eru 800 grömm af saltfiski, roð- og
beinhreinsuðum, einn og hálfur bufflaukur, ein
gulrót, tvær matskeiðar af steinselju og tómatsósu,
fjórir desilítrar af rjóma, fjórir hvítlauksgeirar, tvær
matskeiðar sojasósa og smjör sem brætt er á pönnu.
„Aðferðin er ekki erfið og ættu allir að geta spreytt
sig á þessu án vandræða. Byrjið á að skera saltfiskin
í þunna strimla. Síðan er smjörið brætt á pönnu og
laukurinn steiktur upp úr því. Þegar laukurinn er
orðinn mjúkur skal bæta gulrótunum við en þær þarf
að skera í litla bita og láta malla. Eftir það er fiskur-
inn settur út í og látinn liggja í smá stund og svo er
rjómanum bætt við og svo hvítlauknum og tómatsós-
unni. Þegar þetta er farið að þykkna er steinseljunni
og sojasósunni bætt út í,“ útskýrir Egill og heldur
áfram: „Þetta er réttur sem allir ættu að geta látið
renna ljúflega ofan í maga. Það sakar ekki að bjóða
upp á gott ískalt hvítvín með réttinum og skála milli
bita.“ mikael@frettabladid.is
Saltfiskur í rjómasósu
Saltfisk er afar auðvelt að matreiða og möguleikarnir eru nánast endalausir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Matreiðslunám-
skeið á Ítalíu eru
spennandi kostur fyrir þá
sem hafa áhuga á ítalskri
matargerð. Á vefsíðunum,
www.theitaliancook-
ingschool.com, www.
taste-italia.com, www.
cookitaly.com og www.
italiangourmet.com má
finna upplýsingar um
námskeið í boði.
Mango Lassi er indverskur
drykkur sem er svolítið eins
og mangóhristingur. Í
drykkinn þarf aðeins
2,5 dl hreina jógúrt, 1
1/3 dl mjólk, 200 g
mangó og 4 tsk. sykur
sem sett er í bland-
ara, hellt í glös og
borið fram
kalt.
Náttúrulækninga-
félagið stendur fyrir
tveimur matreiðslunámskeið-
um í Hússtjórnarskólanum á
Sólvallagötu, laugardaginn
5. apríl og sunnudaginn 6.
apríl frá kl. 11.00 til 18.00.
Námskeiðin bera yfirskrift-
ina Grænt og gómsætt, holl-
ustan í fyrirrúmi og skráning
er í síma 552-8191.
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
H
rin
gb
ro
t
6.290 kr.
4ra rétta tilboð
og nýr A la Carte
· Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu ·
· Tom Yum súpa með grilluðum tígrisrækjum ·
· Kryddlegin dádýralund með seljurótarsósu ·
· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu ·
Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!
Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn
með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.680 kr.