Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 63
FÖSTUDAGUR 4. apríl 2008 Knattspyrnufélagið Víkingur verður hundrað ára í þessum mánuði. Félagið var stofnað í kjallaranum að Túngötu 12 í Reykjavík hinn 21. apríl árið 1908, á heimili Emils Thoroddsen. Á fyrsta fundinn mættu 32 drengir á aldrinum átta til tólf ára. Aðalhvatamenn félagsins og fyrsta stjórnin samanstóð af fyrirliða hópsins og formanni Axeli Andréssyni 12 ára, Emil Thoroddsen 9 ára sem var ritari og Davíð Jóhannessyni 11 ára en hann var gjaldkeri. Fé- lagið var stofnað fyrir ánægjuna að spila fótbolta og til að fjármagna kaup á bolta. Fyrsti gjaldkerinn særði smáaura upp úr vösum félags- manna, þar til hafðist að mestu fyrir fyrsta boltanum. Egill Jacobsen kaupmaður er talinn hafa hjálpaði upp á restina. Árið 1914 vann Víkingur KR 2-1 í fyrsta opinbera kappleik félagsins á íþróttamóti Ungmennafélags Íslands. Verðlaunaskjalið er varðveitt í fundarstofu félagsins í Víkinni. Knattspyrnulið Víkings tapaði ekki kappleik frá stofnun 21. apríl 1908 til 16. júní 1918. Víkingur tók fyrst þátt í Íslandsmóti karla í knattspyrnu árið 1918 og vann Val 5-0. Félagið vann svo sitt fyrsta Íslandsmót árið 1920 og svo aftur árin 1924,1981, 1982 og 1991. Fyrstu fjörutíu árin í sögu Víkings var félagið upp á náð ann- arra komið með alla félagsaðstöðu. Félagið átti hvorki völl né fundar- aðstöðu. Það var ekki fyrr en árið 1946 sem Víkingur fékk fyrst sitt eigið húsnæði þegar það tók á leigu fyrrverandi Camp Tripoli á Gríms- staðarholti við Suðurgötu í Reykjavík undir félagsheimili. Þetta var stór braggi og hafði áður þjónað sem kvikmyndahús sem Bretar reistu á tímum seinni heimstyrjaldar. Þór Símon Ragnarsson, formaður aðalstjórnar Knattspyrnufélags- ins Víkings, segir að ýmislegt eigi að gera til þess að halda upp á þessi stóru tímamót. Fjölskylduhátíð verður haldin í Víkinni 1. maí, en fé- lagsheimili Víkings í Fossvogsdal ber það nafn. „Við munum gera okkur sýnileg með ýmsum hætti í hverfinu frá 21. apríl, en það er af- mælisdagurinn,“ segir Þór og bætir við að 3. maí verði sérstakur hátíðar fundur vegna afmælisins og hátíðarskemmtun með kvöldverði þann dag. Félagið hefur vaxið og dafnað á þessum hundrað árum að sögn Þórs og í dag eru íþróttaiðkendur um 600-800 talsins. Þó ber félagaskráin um fjögur þúsund manns. Fótboltinn er fjölmennasta greinin hjá Vík- ingi en félagið hefur í boði margvíslegar íþróttir til iðkunar. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér uppákomur í kringum þetta stórafmæli félagsins er bent á að kíkja á heimasíðuna www.vikingur.is klara@frettabladid.is KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VÍKINGUR: HUNDRAÐ ÁR FRÁ STOFNUN Stofnendur voru níu til tólf ára STOFNAÐ TIL AÐ FJÁRMAGNA BOLTAKAUP Þór Símon Ragnarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Víkings, hefur í mörgu að snúast í tengslum við afmælishátíð félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI AKI KAURISMÄKI KVIKMYNDALEIK- STJÓRI 51 ÁRA. ROBERT DOWNEY JR. LEIKARI 43 ÁRA. MAGNÚS ODDS- SON FYRRVERANDI FERÐAMÁLASTJÓRI 61 ÁRS. TÓMAS A. TÓMASSON VEITINGAMAÐUR 59 ÁRA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.