Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 63

Fréttablaðið - 04.04.2008, Page 63
FÖSTUDAGUR 4. apríl 2008 Knattspyrnufélagið Víkingur verður hundrað ára í þessum mánuði. Félagið var stofnað í kjallaranum að Túngötu 12 í Reykjavík hinn 21. apríl árið 1908, á heimili Emils Thoroddsen. Á fyrsta fundinn mættu 32 drengir á aldrinum átta til tólf ára. Aðalhvatamenn félagsins og fyrsta stjórnin samanstóð af fyrirliða hópsins og formanni Axeli Andréssyni 12 ára, Emil Thoroddsen 9 ára sem var ritari og Davíð Jóhannessyni 11 ára en hann var gjaldkeri. Fé- lagið var stofnað fyrir ánægjuna að spila fótbolta og til að fjármagna kaup á bolta. Fyrsti gjaldkerinn særði smáaura upp úr vösum félags- manna, þar til hafðist að mestu fyrir fyrsta boltanum. Egill Jacobsen kaupmaður er talinn hafa hjálpaði upp á restina. Árið 1914 vann Víkingur KR 2-1 í fyrsta opinbera kappleik félagsins á íþróttamóti Ungmennafélags Íslands. Verðlaunaskjalið er varðveitt í fundarstofu félagsins í Víkinni. Knattspyrnulið Víkings tapaði ekki kappleik frá stofnun 21. apríl 1908 til 16. júní 1918. Víkingur tók fyrst þátt í Íslandsmóti karla í knattspyrnu árið 1918 og vann Val 5-0. Félagið vann svo sitt fyrsta Íslandsmót árið 1920 og svo aftur árin 1924,1981, 1982 og 1991. Fyrstu fjörutíu árin í sögu Víkings var félagið upp á náð ann- arra komið með alla félagsaðstöðu. Félagið átti hvorki völl né fundar- aðstöðu. Það var ekki fyrr en árið 1946 sem Víkingur fékk fyrst sitt eigið húsnæði þegar það tók á leigu fyrrverandi Camp Tripoli á Gríms- staðarholti við Suðurgötu í Reykjavík undir félagsheimili. Þetta var stór braggi og hafði áður þjónað sem kvikmyndahús sem Bretar reistu á tímum seinni heimstyrjaldar. Þór Símon Ragnarsson, formaður aðalstjórnar Knattspyrnufélags- ins Víkings, segir að ýmislegt eigi að gera til þess að halda upp á þessi stóru tímamót. Fjölskylduhátíð verður haldin í Víkinni 1. maí, en fé- lagsheimili Víkings í Fossvogsdal ber það nafn. „Við munum gera okkur sýnileg með ýmsum hætti í hverfinu frá 21. apríl, en það er af- mælisdagurinn,“ segir Þór og bætir við að 3. maí verði sérstakur hátíðar fundur vegna afmælisins og hátíðarskemmtun með kvöldverði þann dag. Félagið hefur vaxið og dafnað á þessum hundrað árum að sögn Þórs og í dag eru íþróttaiðkendur um 600-800 talsins. Þó ber félagaskráin um fjögur þúsund manns. Fótboltinn er fjölmennasta greinin hjá Vík- ingi en félagið hefur í boði margvíslegar íþróttir til iðkunar. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér uppákomur í kringum þetta stórafmæli félagsins er bent á að kíkja á heimasíðuna www.vikingur.is klara@frettabladid.is KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VÍKINGUR: HUNDRAÐ ÁR FRÁ STOFNUN Stofnendur voru níu til tólf ára STOFNAÐ TIL AÐ FJÁRMAGNA BOLTAKAUP Þór Símon Ragnarsson, formaður Knattspyrnufélagsins Víkings, hefur í mörgu að snúast í tengslum við afmælishátíð félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI AKI KAURISMÄKI KVIKMYNDALEIK- STJÓRI 51 ÁRA. ROBERT DOWNEY JR. LEIKARI 43 ÁRA. MAGNÚS ODDS- SON FYRRVERANDI FERÐAMÁLASTJÓRI 61 ÁRS. TÓMAS A. TÓMASSON VEITINGAMAÐUR 59 ÁRA.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.