Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 20
20 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Við erum mjög hress og
kát,“ segir Helgi Rúnar
Gunnarsson, söngvari og
gítarleikari í hljómsveitinni
Benny Crespo´s Gang.
Hljómsveitin hóf í vikunni
tónleikaför sína um land-
ið, Rokkað hringinn með
Rás 2 og Monitor ásamt
sveitunum Dr. Spock og Sign. „Það er allt ljóm-
andi gott og fer vel af stað,“ segir Helgi. „Þetta er
skemmtilegt lið og hressir krakkar.“
Helgi segir meðlimi hljómsveitanna eitthvað
þekkjast fyrir en þeir eigi eftir að kynnast betur
þegar á líður tónleikaferðina.
Þá hefur plötu Benny Crespo´s Gang verið afar
vel tekið. „Við erum æðislega ánægð enda fór
þetta fram úr okkar björtustu vonum. Við vorum
ekki að spila neitt mikið þegar platan kom út fyrir
áramótin en við erum búin
að spila töluvert mikið að
undanförnu.“
„Ég veit ekki hvert fram-
haldið verður eftir túrinn.
Væntanlega höldum við
áfram að kynna plötuna
og svo ætlum við að fara
að pæla nánar í útgáfu
erlendis en það verður með haustinu. Ég held
að fílingurinn sé eitthvað með Bretland en eins
og staðan er núna eru þetta meira pælingar og
ekkert komið á hreint.“
„Þetta er bara það sem stefnan er sett á eftir
að við erum búin að kynna plötuna hérna á
Íslandi. Maður má ekki vera allt of æstur í spilerí-
inu svo maður þreytist ekki og þreyti ekki alla í
kringum sig á þessu. Við slökum á eftir túrinn og
sjáum til.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HELGI RÚNAR GUNNARSSON TÓNLISTARMAÐUR
Ætla að skoða útgáfu erlendis
■ Uppfinning bréfa-
klemmunar er oftast
eignuð Norðmannin-
um Johan Vaaler sem
fyrstur manna fékk
einkaleyfi á bréfa-
klemmu árið 1899. Vaaler,
sem hafði lært rafeindatækni
og stærðfræði, fékk einkaleyfið í
Þýskalandi þar sem engin einka-
leyfislög voru til í Noregi á þessum
tíma. Árið 1901 fékk hann einkaleyfi
á uppfinningu sinni í Bandaríkj-
unum. Breska fyrirtækið Gem
Manufacturing Ltd. hannaði síðan
þá bréfaklemmu sem þekktust er í
dag. Aldrei var sótt um einkaleyfi á
þeirri klemmu.
ÞARFAÞING
BRÉFAKLEMMAN
Varla hefur það farið
framhjá neinum að atvinnu-
bílstjórar hafa fylkt liði til
mótmæla síðustu daga. Þeir
hafa teppt umferð, þeytt
horn sín og látið óánægju
sína í ljós á margvíslegan
máta. Blaðamaður og ljós-
myndari slógust í för með
bílstjórunum í gær.
Það var hugur í mönnum þegar
atvinnubílstjórar söfnuðust saman
í Öskjuhlíð um tólfleytið og ákveð-
in karnival-stemning í lofti. Ein-
hverjir kíktu eftir lögreglunni,
aðrir skipulögðu bílaröðina og
sumir voru í óðaönn að losa tengi-
vagnana aftan af. Nú var ekki ætl-
unin að stöðva umferð, heldur
skyldi keyrt í halarófu á áfanga-
stað og „allt gert vitlaust þar,“ eins
og einn bílstjóranna komst að orði.
Fyrst átti að keyra að Valhöll, en
vegna jarðarfarar í Háteigskirkju
var ákveðið að fara niður að fjár-
málaráðuneyti í staðinn.
Halarófan lagði af stað og við-
brögð vegfarenda létu ekki á sér
standa. Einhverjir bílstjórar
skutu sér fram fyrir bílalestina,
ætluðu greinilega ekki að festast
á eftir henni. Langflestir veifuðu,
klöppuðu og sýndu stuðning sinn í
verki. Meira að segja lögreglu-
þjónar brostu kumpánlega til mót-
mælendanna, en lögreglan fékk
fljótt veður af aðgerðunum. „Já
blessaður, þetta er alltaf svona,“
segir Finnur Hrafn Pálsson, sem
fór fyrir lestinni í dag. „Já og
löggan er fín líka, þeir eru á móti
þessum olíugjöldum eins og
aðrir.“
Mikill hugur var í bílstjórunum,
þeir kölluðu hvatningarorð um tal-
stöðina, gerðu grín, skömmuðu
menn fyrir að dragast aftur úr og
hvöttu menn til að halda hópinn.
Ljóst er að mikil samstaða er í
mönnum og hún var enn ljósari
þegar komið var að Arnarhváli
þar sem bílarnir voru stöðvaðir.
Menn hafa ekki kynnst hávaða
fyrr en þeir standa innan um
tuttugu flutningabíla í hverjum
flautur eru þeyttar. Allir sem gátu
forðuðu sér, en lögreglumennirnir
stóðu sem fastast og fjölmiðla-
menn hlupu á milli bílanna.
Eftir nokkra hríð hættu menn
flautinu og stigu úr bílunum. Rifj-
að var upp að fjármálaráðherra
hefði boðið í kaffi og menn vildu
þiggja boðið þá og þegar. Lögregl-
an varnaði mönnum hins vegar
inngöngu og ráðherrann ekki einu
sinni við. Lögregla skrifaði niður
upplýsingar um tvo bílstjóra og
tók myndir af þeim fyrir framan
bílana. Þetta fór illa í hópinn.
Um nokkra hríð leit út fyrir að
sjóða myndi upp úr og mikill hiti
var í mönnum. Flauturnar voru
þeyttar á ný og nokkur hróp urðu.
Á endanum féll þó allt í ljúfa löð
og starfsmenn ráðuneytisins komu
út með kaffi.
Ljóst er að bílstjórar eru ekki
hættir mótmælum sínum og ef
eitthvað er hefur baráttuandi
þeirra styrkst. - kp
Vér mótmælum allir!
LÍKA ÉG Bílstjórar vildu láta eitt yfir alla
ganga, líka sektir.
KOMA SVO Finnur stýrði sínum mönnum með talstöðinni.
HÁTT ER ÞAÐ Mikill hávaði myndaðist þegar um tuttugu bílstjórar þeyttu flautur sínar fyrir utan fjármálaráðuneytið í hádeginu í
gær. Vegfarendur gripu fyrir eyrun og forðuðu sér úr hávaðaflautinu; einungis lögreglan, bílstjórar og blaðamenn urðu eftir.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Glöggt er gests augað
„Íslendingar ættu að skamm-
ast sín fyrir hvernig þeir
opinbera hæfileikaleysi sitt
og heimurinn hlær að svona
fávitum.“
INDVERSKA PRINSESSAN LEONCIE
Séð og heyrt 3. apríl
Sjálfskaparvíti
„Menn hafa sjálfir ákveðið
að kaupa dreka, sem eyðir
15 lítrum á hundraði í stað
þess að kaupa léttan bíl, sem
eyðir 5 lítrum.“
JÓNAS KRISTJÁNSSON
jonas.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki