Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 76
44 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Í Englandi 16. aldar reynir Hinrik áttundi konungur að eignast erf- ingja í hásætið en drottningin er ófær um það. Til sögunnar koma Boleyn-systurnar, sem sendar eru af valdagráðugri fjölskyldu sinni í hirðina til að vinna ástir konungs- ins og uppfylla ósk hans. Kvikmyndin The Other Boleyn Girl er byggð á sönnum atburðum frá mikilvægu tímabili í sögu Eng- lands, þegar landið sleit sig frá kaþ- ólsku kirkjunni. Hún er gerð eftir bók Philippu Gregory um Önnu Boleyn, sem varð önnur eiginkona Hinriks áttunda og jafnframt orsök fyrrnefnds aðskilnaðar, en í mynd- inni er skáldaleyfið nýtt til hins ýtr- asta og getið að mestu leyti í eyð- urnar. Handritshöfundur er Peter Morgan, sem er hlaut Óskarstil- nefningu fyrir að hafa skrifað The Queen, en leikstjóri er Justin Chad- wick og er þetta fyrsta stórmynd hans. Það fer ekki á milli mála að efnis- tökin sem The Other Boleyn Girl vinnur upp úr eru sterk og áhuga- verð, en heildarútkoman reynist þó aðeins í meðallagi. Myndin virðist yfir höfuð flýta sér of mikið við að fara yfir helstu atburði og í kjölfar- ið skortir myndina tilhlýðilega dýpt. Stundum sem koðnar hún niður í sápuóperu, og þótt búningar og sviðsmyndir séu nokkuð trú- verðug er lítill stórmyndabragur yfir myndinni. Það sem stendur upp úr er sam- keppni þeirra Boleyn-systra um konunginn, en þær eru afar vel leiknar af Natalie Portman og Scarlett Johansson. Þá helst ber Portman af sem Anna, sú þeirra sem svífst einskis til að komast á topp valdastigans, en hún á góða spretti í endanum. Eric Bana fer með hlutverk Hinriks áttunda með ágætum og gerir hann mannlegri en hann er jafnan túlkaður, þótt þetta sé ekki hans besta frammi- staða. Dramatíkin svífur yfir vötnum í The Other Boleyn Girl og þrátt fyrir galla stendur hún að vissu leyti fyrir sínu á þeim velli. Myndin höfðar hvað helst til þeirra sem hafa gaman af sögulegum mynd- um, en nær yfir höfuð ekki neinum raunverulegum hæðum. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is 16. aldar dramatík KVIKMYNDIR The Other Boleyn Girl Leikstjóri: Justin Chadwick. Aðalhlutverk: Natalie Portman, Scarlett Johansson og Eric Bana. ★★★ Dramatísk söguleg mynd sem er vel leikin en nær engum raunverulegum hæðum. Stjórn FTT er nú að vinna í að ganga frá þátttakenda- lista þeirra sem fara í hina miklu pílagrímsför á bítla- slóðir eftir um tvo mánuði. Spennan er óbærileg á sumum bæjum. „Já, nú bíða bítlahjörtun titrandi eftir niðurstöðunni,“ segir Svandís Sigurðardóttir sjúkraþjálfari. Hún, ásamt félögum sínum og mörgum öðrum, bíður þess nú spennt hvort hún komist í hina miklu pílagrímsför til Liverpool á vegum Félags tónskálda og texta- höfunda. Eins og fram hefur komið hefur FTT boðið félögum sínum pílagrímsför á kostakjörum 30. maí þar sem farið verður á bítla- slóðir. Er hundrað miðum til að dreifa, félagsmenn eiga forgang en nýti þeir hann ekki eiga utan- félagsmenn kost á miðum sem út af standa. Og Sigrún og félagar, alls sex að tölu, bíða þess nú milli vonar og ótta að vita hvort þau komist í ferðina. Öll eru þau for- fallnir bítlageggjarar. „Við erum fædd um miðja síð- ustu öld og erum nokkuð brött miðað við það. Við vorum því tán- ingar þegar bítlarnir voru upp á sitt besta og svo heilluð af þeim að þeirra tónlist hefur dugað alla tíð síðan í hvaða útfærslu sem er þótt maður hlusti á eitt og eitt lag með öðrum,“ segir Sigrún. Hún segir svo frá að á þessum tíma hafi þau verið í bæði hand- bolta og fótbolta í Fram og mikill samgangur. „Við vorum fjórar úr handboltaliðinu sem samsömuð- um okkur hverjum og einum. Hall- dóra var Ringó, Fríða var Lennon, Fanney var George og þá var Paul eftir handa mér – sem mér þótti ekki leitt! Þetta gekk svo langt að mér fannst stundum viðkomandi vinkona vera orðin að til dæmis George. Svo man ég að við keypt- um okkur allar saman fyrir allt sem við áttum plötuna Hard Day’s Night og svo skiptumst við á að hafa hana.“ Sá sem er kallaður fimmti bítill- inn í hópnum er Vilhjálmur Sigur- geirsson sem var alltaf fyrstur til að kaupa plöturnar þegar þær komu. Hann les og veit allt um fjórmenningana og óhætt að gefa honum bítladót á öllum stór- afmælum. jakob@frettabladid.is Bítlastelpur milli vonar og ótta „Nú er ég að verða Georg Bjarn- freðarson. Útlitslega og hvað varðar innræti. Verða sem and- setinn,“ segir Jón Gnarr leik- ari með meiru. 14. apríl hefjast tökur á Dagvaktinni, framhaldi Nætur vaktarinnar, og fara þær fram í Bjarkar lundi. Jón ítrekar það sem hann hefur áður sagt. Útkoman verði gargandi snilld og hann sé þess fullviss að allt gáfað og vel gert fólk muni hafa reglulega gaman af. Jón Gnarr, sem er „method“ leikari af guðs náð – lifir sig inn í hlutverkið – er nú búinn að safna skeggi og skalla í þrjá mánuði. Og er að hverfa inn í hulinsheima. „Þetta eru síðustu forvöð að tala við mig sem Jón. Flest heilbrigt fólk reynir að halda aftur af sinni skuggahlið. Neit- ar sér um margt sem skuggahliðin hvetur mann til að gera. En þegar ég fer í Georg leyfi ég henni að blómstra. Hvet hana áfram. Þessu fylgja vissulega tölu- verð óþægindi fyrir mitt heimilis- fólk. Því er ekki að neita,“ segir Jón. Jón dregur hvergi úr því að rétt sé að skilgreina hann sem „method“-leikara svip- að og Robert De Niro og fleiri fræga af þeim skóla. Segist hafa starfað á geðdeildum Landspít- alans löngu áður en hann byrjaði að leika. Beinlínis í þeim til- gangi að geta sett sig inn í ýmsar persónur sem hann hefur síðar túlkað. „Þetta eru síðustu for- vöð að tala við mig sem Jón. Nú eru æfingar að hefjast og þá hverf ég inn í þennan hulinsheim. Þar mun ég dvelja í tvo mánuði. Vakna sem Georg Bjarnfreðarson. Og sofna sem Georg á kvöldin. Eftir hvern tökudag er textaæfing fyrir næsta dag. Og svo held ég áfram. Sit einn inni á hótel- herbergi í Bjarkar lundi og þyl upp setningar eins og: Þú ert hálfviti, Ólaf- ur.“ - jgb Jón Gnarr turnast í Georg Bjarnfreðarson JÓN Síðustu forvöð að tala við hann sem þennan því næstu tvo mánuði heitir hann Georg.GEORG Þú ert hálfviti, Ólafur. Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 12. apríl og verður sýnd í beinni á RÚV. Þetta verður í 19. skipti sem keppnin er haldin. Ýmsir frægir söngvarar hafa sigrað í keppninni, þar á meðal Margrét Eir Hjartardóttir (fyrir Flensborg 1991), Emilíana Torrini (fyrir MK 1994) og Sverrir Bergmann (fyrir Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 2000). Jafnvel frægari söngvarar hafa tekið þátt án þess að sigra, frægust eru Páll Óskar (fyrir MH 1990) og Regína Ósk (fyrir MH 1996). Lárus Ingi Magnússon, körfuboltadómari og sölumaður, sigraði Pál, en Þórey Heiðdal Vilhjálmsdóttir, endur- skoðandi, sigraði Regínu. Í ár keppa fulltrúar þrjátíu og tveggja framhaldsskóla. Sett hefur verið upp netsíða keppninn- ar (www.songkeppni.is) þar sem fá má upplýsingar og myndir af keppendum. Eyþór Ingi Gunn- laugsson, fulltrúi Verkmennta- skólans á Akureyri, varð hlut- skarpastur í keppninni í fyrra. Eyþór reynir nú við milljónirnar þrjár í Bandinu hans Bubba og er kominn í fjögurra manna úrslit. Söngkeppni um aðra helgi EYÞÓR INGI KOMAST ÞAU TIL LIVERPOOL? Frá vinstri: Kristján verkfræðingur, Vilhjálmur verkstjóri, Sigrún fulltrúi, Guðrún skólastjóri, Halldóra (Ringó) verkefnastjóri, og Svandís (Paul) sjúkraþjálfari. Veisla þrjú kvöld í röð Fjöldi hljómsveita kemur fram í tónleikaveislu sem verður haldin dagana 17. til 19. apríl á Nasa. Þeir flytjend- ur sem stíga á svið þessi þrjú kvöld verða Sprengjuhöllin, Brain Police, Á móti sól, Steedlord, Hafdís Huld, XXX Rottweiler, Sign, Últra Mega Teknóbandið Stefán og President Bongo. Kynnir verður Davíð Þór Jónsson. Miðasala á tónleikana hefst bráðlega og er bæði hægt að kaupa miða á hvert og eitt kvöld og á öll kvöldin í einum pakka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.