Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 61
FÖSTUDAGUR 4. apríl 2008 29 UMRÆÐAN Evrópumál Lykilinn að þeirri miklu auðlegð og velmegun sem ríkir hér á landi má fyrst og fremst þakka ákvörðunum sem fram- sýnir og djarfir stjórn- málamenn tóku á sínum tíma. Hér á ég við útfærslu landhelginnar, aðildina að EFTA og sölu ríkisbankanna. Nú, þegar „gefur á bátinn“ í íslenskum efna- hagsmálum, hefur möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu aftur komist á dagskrá. Þeim fjölgar ört sem fullyrða, með réttu, að krónan dugi ekki lengur sem gjaldmiðill. Til að hamla gegn þenslu er hér haldið uppi hæstu vöxtum sem þekkjast í aðildarlöndum OECD. Það má ljóst vera að heimilin í landinu standa ekki undir því að borga 15-16% vexti sem fara í vasann á erlend- um fjárfestingarsjóðum. Fram- sýnir Íslendingar telja því að við lausn efnahagsvandans þurfi að líta til lengri tíma. Líklegast er því hagstæðast fyrir þjóðarbúið að taka upp evru. Til þess þurfa Íslendingar að ganga í ESB. Andstæðingar aðildar að ESB benda á að aðild lagi ekki núver- andi efnahagsvanda; skynsam- legra sé að tengjast öðrum gjald- miðli, t.d. norrænni krónu eða svissneska frankanum. Að tengj- ast öðrum gjaldmiðli en evru eru draumórar. Sá efnahagsvandi sem við glímum nú við á ekki upptök sín hér á landi heldur í Bandaríkj- unum. Íslenskt efnahagslíf er ekki einangrað heldur hluti af risa- vöxnu efnahagskerfi heimsins. Til að koma efnahagsmálum þjóðar- innar á lygnan sjó þurfum við að vera virkari þátttakendur í ákvörð- unum er snerta efnahagsmál okkar og það gerum við líklegast best með því að ganga í ESB. Í stuttu máli að starfa með nágrannaþjóðum okkar sem við höfum hvað mest viðskipti og söguleg menningarleg tengsl við. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum er grein formanns Fram- sóknarflokksins, Guðna Ágústs- sonar, í Mbl. 13. mars sl. Í grein Guðna kemur fram að aðeins rúm 36% Fram- sóknarmanna eru hlynnt aðild að ESB en rúm 52% andvíg. Þessar niðurstöð- ur koma mér ekki á óvart. Fylgi Framsóknar hefur hrunið á undanförnum árum, eða úr 23,3% og 15 þingmönnum árið 1995 niður í 11,7% og 7 þing- menn árið 2007. Ýmis- legt bendir til þess að ungt fólk og langskólagengið sé frekar hlynnt aðild að ESB en aðrir. Það er ein- mitt þetta fólk sem helst hefur yfirgefið flokkinn á undanförnum árum. Þá er rétt að benda á að nán- ast engin umræða hefur verið um Evrópumál á meðal óbreyttra framsóknarmanna, þar sem flokksstarfið hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár. Sú frjóa umræða sem verið hefur innan Samfylkingarinnar, og undanfarin misseri innan Sjálfstæðisflokks- ins, um Evrópumál vantar í Fram- sóknarflokkinn. Ef ég yrði spurður hvort ég væri hlynntur aðild Íslands að ESB yrði svar mitt afdráttarlaust: „Ég veit það ekki.“ Möguleg aðild að ESB er spurning sem við verðum að svara innan tíðar og snertir nánast alla þætti daglegs lífs okkar næsta áratuginn. Framsóknarflokkurinn á því að vera djarfur og framsýnn og vinna að því að við fyrstu hent- ugleika verði farið í viðræður við ESB um væntanlega aðild okkar. Þessar viðræður ættu ekki að taka langan tíma og um niðurstöðurnar væri svo hægt að taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef Íslend- ingar samþykktu aðild að ESB gætum við orðið fullgildir aðilar að myntbandalaginu 2015. Eftir lestur greinar Guðna í Mbl. hef ég nokkrar áhyggjur af því að formaðurinn hafi ekki nógu fróða og víðsýna ráðgjafa í mál- efnum Evrópusambandsins. Ég vil því leyfa mér að benda á einstakl- ing sem hefur meiri þekkingu á þessum málaflokki en flestir aðrir. Hér á ég við Jón Sigurðsson, fyrr- verandi formann Framsóknar- flokksins. Höfundur er afi og félagi í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Framsókn og framtíðin SIGMAR B. HAUKSSON UMM er spennandi nýjung í matarflóru Íslendinga sem h entar öllum sem hugsa um líkama sinn og vilja borða vel. UMM er bragðsterk veisla frá öllum heimshornum; salöt, tortillur, ávextir, kús kús, orkustykki og ... umm, hvað þetta er gott. UMM ER GLÆNÝR HEILSUBITI ÚR SPENNANDI HRÁEFNI BORÐAÐU VEL – BORÐAUVEL-B OR L - Ð AÐ U VE úÞ færð UMM-réttina í Ne sti á N1 stöðinni. Arctic Spas Faxafeni 9 Sími 554 7755 www.arcticspas.is ath. Aðkoma í kjallara, bakhús. OPIÐ Í DAG 9.00 - 18.00 Kanadískir gæða pottar. Verð frá 490.000,- Arctic Spas er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á heitum pottum í heiminum í dag. 25 ára gamalt fyrirtæki í Kanada. Eitt af 50 best reknu fyrirtækjum í Kanada, Það segir meira en mörg orð. 5-6 manna, með legubekk, stærð 212cm x 212 cm, hæð 100 cm. 1450 lítra. 4 hnakkapúðar fylgja með. Eigum 3 liti á lager, Bláar, hvítar og svartar. Ath: Skeljarnar eru byggðar úr trefjagleri. Trefjagler upplitast ekki í sól eins og plastskeljar gera og eru 10 falt sterkari. Ekki þarf að byggja sérstakann stuðning undir sætin. Eigum lok sem passar, 2 litir. Ótrúlegt verð aðeins kr. 190.000,- Vorum að fá skeljar beint frá Kanada, byggðar úr trefjagleri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.