Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 40
Leikarinn Ólafur Darri Ólafs- son hefur haft í mörgu að snú- ast á síðustu árum. Hann hefur meðal annars látið að sér kveða með leikhópnum Vesturporti og hefur leikið í fjölmörgum íslensk- um bíómyndum. Ólafur Darri leik- ur þessa dagana í Kommúnunni í Borgarleikhúsinu og er nýbyrjað- ur að leika í kvikmyndinni Brimi. Þá kemur hann við sögu í glæpa- mynd Óskars Jónassonar, Reykja- vík-Rotterdam, sem verður frum- sýnd síðar á þessu ári og svo er hann auðvitað að glíma við flók- ið sakamál ásamt félaga sínum úr Vesturporti, Gísla Erni Garðars- syni, á sunnudagskvöldum í sjón- varpinu í spennuþáttunum Manna- veiðum. Í haust hefjast svo tökur á Rok- landi sem byggir á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgason- ar. Þar leikur Ólafur Darri aðal- sögupersónuna, Bödda, en eins og Föstudagur greindi frá fyrir viku þarf Ólafur Darri að ná af sér þrjátíu kílóum fyrir hlutverk- ið. En hvernig ætlar hann sér að ná því takmarki? „Þetta gengur nú fyrst og fremst út á hollt mataræði og mikla hreyfingu,“ segir Ólafur Darri sem er byrjaður að boxa og stunda lyftingar reglulega. „Ég var ákveðinn að fá í lið með mér Sigurpál, vin minn og fyrrverandi einkaþjálfara, en sökum anna gat hann því miður ekki tekið þetta að sér. Ég er samt í góðum hönd- um hjá Hilmari einkaþjálfara í World Class. En þar hafa Dísa og Bjössi stutt við bakið á mér eins og reyndar Vesturporti öllu. Jafnframt er ég í hnefaleikum í Hnefaleikastöðinni hans Villa Hernandez.“ Búinn með einn þriðja Ólafur Darri nálgast verkefnið æðrulaus og öruggur þótt Sigurpál vanti og hefur þegar náð ágætis árangri. „Ég held í raun að það sé engin töfralausn til við þessu. Maður verður bara að eyða meiri orku en maður innbyrðir. Þetta er ekkert flóknara. Ég hef verið í sambandi við næringarfræðing og lækni og fer mér að engu óðs- lega í þessu. Maður þarf að passa sig ef maður ætlar að missa svona mikla þyngd á stuttum tíma. Það þarf að gera þetta skynsamlega en ég kvíði engu. Mér finnst þetta bara skemmtileg áskorun.“ Hann byrjaði í átakinu snemma í febrú- ar og er þegar búinn að tapa tíu kílóum. „Ég er búinn með einn þriðja,“ segir Ólafur Darri sem boxar þrisvar í viku og er nú búinn að bæta við lyftingum þrisvar í viku. „Ég er eðlilega miklu hress- ari,“ segir hann þegar talið berst að því hvort hann finni einhvern mun á sér eftir að hann fór á fullt í líkamsræktina. Ólafur Darri seg- ist ekki vita hvað muni gerast að loknum tökum á Roklandi og hvort hann muni þá bæta aftur á sig kílóunum sem hann fargaði fyrir hlutverkið. „Það er nú ekki stefn- an. Ég hef mjög gott af því að létta mig aðeins. Fyrir mér er það þó ekkert markmið að vera 90 eða 100 kíló. Mér líður alveg vel með sjálf- an mig þótt ég sé aðeins í þyngri kantinum. Ég sé bara hvað konan segir. Hún má bara ráða því.“ Á sitthvað sam eiginlegt með Bödda Í Roklandi segir Hallgrímur Helgason frá Bödda Steingríms sem snýr aftur á Sauðárkrók eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi. Þar kennir hann í Fjölbrautarskólan- um þar til hann er rekinn enda kemur á daginn að Krókurinn er of lítill fyrir jafn stórorðan mann. Böddi er andans maður í ríki efnis- hyggjunnar og fær útrás á blogg- síðu sinni þar sem hann deilir á nútímaþjóðfélagið þangað til hann segir því stríð á hendur. Ólafur Darri hreifst af Bödda þegar hann las bókina og útilokar ekki að hann eigi sitthvað sameiginlegt með hugarfóstri Hallgríms. „Jú, jú. Ég held það. Þegar ég las þessa bók hans Hallgríms fannst mér hún al- gerlega frábær og mjög þörf. Svo fannst mér Böddi bara vera karl sem mig langaði mikið til að tækla og takast á við. Ég held við séum sammála um ýmislegt. Hann er mikill öfgamaður í skoðunum og öllu sem hann gerir. Ég held að ég eigi það nú til að hafa miklar skoðanir. Ég flagga þeim kannski ekki jafn mikið og hann gerir, nema þá helst í góðra vina hópi.“ Hann segist þó ekki hafa leiðst út í bloggskrif þótt hann geti fund- ið ákveðinn samhljóm með per- sónu Bödda. „Nei, kannski er ég bara ekki bloggtýpan. Ég hef í það minnsta ekki lagt í það ennþá og veit ekki hvort ég hef þörf fyrir það. En mér finnst ótrúlega gaman að lesa blogg og finnst blogg frá- bært. Mér finnst skemmtilegt hvað maður getur í rauninni fund- ið margar ólíkar raddir um eitt- hvert málefni sem maður hefur áhuga á. Það er mjög fínt. Kannski er þetta sú hlið sem vekur áhuga minn á blogginu (sem við verð- um að fara að finna íslenskt orð yfir) og mér finnst skemmtilegt að maður getur skoðað blogg for- stjóra eina stundina, húsmóður þá næstu og svo bara hvers sem er. Það finnst mér skemmtilegt.“ Leikari fyrir heppilega tilviljun Þegar talið berst loks að leiklist- inni sem Ólafur Darri hefur bundið Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur verið áberandi í íslensku leikhúslífi og kvikmyndagerð síðustu misseri. Í viðtali við Bergþóru Magnús- dóttur talar hann um aukakílóin sem hann ætlar að losna við og heppnina sem fylgir honum hvert fótmál. Þungavigtar- leikari fórnar aukakílóum Fórnar sér fyrir hlutverkin. Ólafur Darri þarf að létta sig um 20 kíló í viðbót til að verða Böddi í Roklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Morgunmaturinn: Lýsi og kannski ein eða tvær ristaðar brauðsneið- ar með osti. Eftirlætismaturinn: Humar. Besta líkamsræktin: Hnefaleikar. Mesta afrekið: Að hætta að reykja. Áhugamál: Vinnan mín. Skemmtunin: Að sýna frumsam- in dansverk í eldhúsinu fyrir kon- una mína. Uppáhaldsborg: París. 8 • FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.