Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 42
● fréttablaðið ● ráðstefnur og hvataferðir 4. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR2
Frakklandsferðir skipuleggja
ferðir fyrir einstaklinga og
fyrirtæki til Montpellier í
Suður-Frakklandi, hvort sem
menn sækja þangað ráðstefn-
ur, hópefli eða hvataferðir.
„Engu er líkara en að máttarvöld-
in hafi tínt saman það besta úr
Evrópu og komið fyrir í Montpelli-
er: baðstrendur Spánar, sögulegar
minjar Rómverja, vín-, matar- og
rómantíska menningu Frakklands,
dillandi sígaunatónlist Ungverja-
lands, og ægifögur fjallahéruð
Pyreníufjallanna,“ segir Arnaldur
Haukur Ólafsson sem ásamt hálf-
franskri konu sinni, Louisu Stef-
aníu Djermoun, rekur fyrirtæk-
ið Frakklandsferðir í Montpelli-
er, þriðju stærstu ráðstefnuborg
Frakklands.
Hjónin hafa búið í Montpelli-
er síðastliðin þrjú ár, síðan Arn-
aldur var þar við nám, og fóru út
í reksturinn fyrir hálfgerða tilvilj-
un, eða eftir að hafa tekið á móti
kennurum sem vildu kynna sér
svæðið. Vegna þess hve vel tókst
til ákváðu þau að bjóða upp á sér-
hannaðar ferðir til borgarinn-
ar sem þau segja spennandi kost
fyrir einstaklinga og íslensk fyr-
irtæki hvort sem um ræðir ráð-
stefnur, árshátíðir, hvataferðir
eða hópefli.
„Hér er allt innan seilingar
og allt það skemmtilegasta sem
menn tengja venjulega við ferða-
lög: gott veður, frábær matur og
vínmenning, strendur og baðstað-
ir, magnaðir golfvellir og ekki síst
ríkulegur menningararfur. Það
eina sem er gervi- eða plastlegt
hérna eru vatnsflöskurnar. Allt
annað er ósvikið,“ fullyrðir Arn-
aldur, sem greinilega er yfir sig
hrifinn af heimkynnum sínum og
vill að sem flestir fái tækifæri til
að njóta þeirra.
Hann segir tilvalið að sameina
vinnu og skemmtun eða hvata-
og árshátíðarferðir með ferð til
Montpellier og hægt sé að hafa
alla fjölskylduna með. „Hvata-
ferðir taka sífellt meira mið af
fjölskyldunni og fyrirtækin gera
sér orðið betur grein fyrir því að
góðum starfsmanni er ekki best
umbunað með því að slíta hann frá
fjölskyldunni.
Hvers vegna ekki að senda
mömmu á ráðstefnu í einn eða tvo
daga á meðan pabbi og krakkarn-
ir slappa af á ströndinni og svo
sameinast öll fjölskyldan í nokkra
daga í þessu frábæra umhverfi?
Þetta er nefnilega einn af fáum
stöðum sem getur sameinað þetta
tvennt svo leikandi létt,“ segir
Arnaldur og heldur fast í þá trú
að lífið og vinnan geti verið fjöl-
skylduvænna heldur en margan
grunar.
Allar nánari upplýsingar www.
frakklandsferdir.is -vaj
Hótel Hamar við Borgarnes
hentar vel til vinnu jafnt sem
slökunar að sögn eigendanna
Unnar Halldórsdóttur og
Hjartar Árnasonar.
Hótel Hamar hentar vel fyrir ráð-
stefnur og aðrar samkomur, vilji
menn komast úr ys og þys borg-
arinnar. Eigendur Hótels Hamar,
hjónin Unnur Halldórsdóttir og
Hjörtur Árnason, segja ekki meira
en klukkustundarakstur þangað
af höfuðborgarsvæðinu. Þau telja
einnig tilvalið að mæla sér mót í
Borgarfirði komi menn víðar að.
Allur almennur fundarbúnaður
er til staðar og þráðlaust net alls
staðar í húsinu. Vel valdir stól-
ar gera litla fundarherbergið að
góðum stað og fundarsími er á
staðnum, þannig að ef einhver for-
fallast geta fjarstaddir tekið þátt
í fundum. Stærra fundarherberg-
ið rúmar allt að fimmtíu manns
og í matsal er rými fyrir allt að
hundrað manns, en mikil áhersla
er lögð á góðan mat og þjónustu.
Vel er búið að gestum í rúmgóðum
tveggja manna herbergjum sem
öll eru með eigin sólpall.
Hótelið hefur einnig þá sérstöðu
að vera inni á miðjum golfvelli
svo fyrirtæki og hópar geta sleg-
ið tvær flugur í einu höggi: fundað
hluta dags og leikið golf á eftir. Og
það er ekki á hverjum dvalarstað
þar sem frumsamdar ferskeytlur
fljóta á við aðrar veigar.
Húsráðendur hafa margra ára
reynslu af félagsstarfi og telja því
ekki eftir sér að skipuleggja hvata-
ferðir og hópefli. „Golfmótin eru
sérstaklega vinsæl og við bjóðum
einnig golfkennslu fyrir byrjend-
ur. Ratleikir um nágrennið njóta
einnig mikilla vinsælda og sveita-
fitness á Hvanneyri eða heimsókn
í fjós Guðmundar ráðsmanns bæta
hvers manns geð,“ bendir Unnur á
og telur það ekki erfitt að finna
skemmtilega afþreyingu þar sem
af nógu er að taka.
„Vínsmökkun og danskennsla
getur hentað betur ef viðrar til
inniveru og stutt er að fara í
Landnámssetrið í Borgarnesi.
Þar er verið að sýna hinn sívæn-
sæla Mr. Skallagrímsson og Brák,
tvær skemmtilegar leiksýningar
sem kitla hláturtaugarnar,“ segir
Unnur, sem telur sundlaugina í
Borgarnesi með þeim betri á land-
inu og vel þess virði að taka sprett
í. Einnig sé hægt að bóka sér-
sniðna fitness tíma í íþróttamið-
stöðinni eða skreppa á gervigras-
völlinn. Þá er óupptalið umhverfið
en gestir Hamra geta notið lands-
lagsins þegar slakað er á í heit-
um potti. „Útsýnið á Hamri kemur
mörgum á óvart.
Fjallasýnin er engu lík og
sólarupprásin kveikir rómantísk-
ar kenndir í brjósti jafn vel for-
hertustu möppudýra,“ fullyrð-
ir Unnur, sem telur rólegheitin í
sveitinni henta vel til vinnu jafnt
sem slökunar.
Ýmislegt fleira er í boði en
best er að telja ekki allt upp hér
ef fyrirtæki vilja nýta tækifærið
og fá staðarhaldara á Hamri til að
skipuleggja fundahöld, hvata- eða
óvissuferðir fyrir starfsfólkið. - vaj
Hist, gist, prútt-
að og púttað
Hótelið hefur þá sérstöðu að standa á miðjum golfvelli svo hægt er að funda og leika golf á eftir.
Hótel Hamar er í klukkustundar
akstursfjarlægð frá höfuðborginni og
hentar vel fyrir fundahöld, hvata- og
óvissuferðir.
Umhverfið er einkar fallegt í Borgarfirði og hægt að sækja sér þar ýmsa afþreyingu.
Fjölskylduvænar vinnuferðir
Montpellier með augum ljósmyndarans Gilees Foucras. Borgin er þriðja stærsta
ráðstefnuborg Frakklands en þar er hægt að gera sér margt til dægrastyttingar.
Að sögn Arnalds hefur Montpellier upp á margt gott að bjóða, hvort heldur góða vín- og matarmenningu, dillandi sígaunatónlist
og fögur fjöll.
Montpellier er meðal annars rómuð fyrir
fallegar baðstrendur þar sem tilvalið er
slappa af milli þess sem er unnið.
Tilviljun ein réði því að Arnaldur og
Lovísa hófu rekstur. Eftir velheppnaða
heimsókn þar sem farið var með gesti í
vínkynningar, golf og fleira tóku þau að
kynna sér betur hvað nágrennið bauð
upp á. Nú segjast þau geta sett saman
óskaferð hvers og eins.