Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 66
34 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Uppselt var á Minningartónleika Bergþóru Árna- dóttur sem haldnir voru í febrúar síðastliðinn. Vegna mikillar eftirspurnar eftir aukatónleikum hefur verið ákveðið að verða við því og verða þeir á morgun, laugardaginn 5. apríl, í Grafar- vogskirkju og hefjast þeir klukkan 20.30. Miðar eru seldir á midi.is og við innganginn. Minn- ingartónleikar eru liður í að heiðra minningu söngvaskáldsins og baráttukonunnar Bergþóru Árnadóttur, en hún lést langt fyrir aldur fram í mars 2007. Margir af okkar frambærilegustu söngvurum og hljóðfæraleikurum munu klæða tímalaus lög Bergþóru í nýjan búning. Þeirra á meðal eru Páll Óskar, Magga Stína, Hansa, Ragnheiður Gröndal, Svavar Knútur, Jón Tryggvi Unnarsson, Hjörleifur Valsson, Björgvin Gíslason Tatu Kantomaa, Ást- valdur Traustason, Birgir Bragason og Steingrím- ur Guðmundsson. Nýlega gaf Dimma út fimm diska safn með tónlist Bergþóru sem spannar allan hennar tón- listarferil og er sú útgáfa óbrotgjarn minnisvarði um frjóan en skamman feril þessarar merku tónlistakonu sem var ein þeirra sem hratt af stað nýjum áhuga á vísnasöng hér á landi og hafði þannig ómæld áhrif á landslag alþýðutón- listar hér á landi. - pbb Enn er Bergþóru minnst TÓNLIST Bergþóra Árnadóttir vísnasöngkona og tónsmiður. MYND/FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á morgun er opnuð sérstök sýning á vegum Listasafns Alþýðusambands Íslands í Ásmundarsal, gömlu vinnu- stofu og heimili Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara á Freyjugötu 41 í Reykjavík sem helguð er starfsemi þess sýningarsalar sem þar var til húsa á umbreyt- ingaárunum 1951-1954 og kallaðist Listvinasalurinn. Listvinasalurinn var stofnaður árið 1951 af þeim Birni Th. Björns- syni og Gunnari Sigurðssyni í hús- næði Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara við Freyjugötu 41, þar sem Listasafn ASÍ er nú. Á sýningunni sem helguð er starfsemi félagsins er þessum mikilvæga kafla í íslenskri mynd- listarsögu minnst. Sýningin ber skammarheiti þessa tíma – Klessulistarhreiðrið – titill sýn- ingarinnar er fenginn úr blaða- skrifum um Listvinasalinn, en óhætt er að fullyrða að ekki hafi ríkt nein lognmolla í kringum starfsemi hans. Listvinasalurinn var fyrsta gallerí sinnar tegundar í Reykja- vík og atkvæðamikill þátttakandi í listalífi Reykjavíkur þau ár sem hann var starfræktur. Stjórnend- ur hans lögðu áherslu á nútíma- list, sérstaklega geómetrískri og abstrakt. Ekki voru allir jafn hrifnir af þessari „nýju“ tegund myndlistar og umræður urðu oft heitar. Slagurinn um tilverurétt hins óhlutstæða málverks var stríður hér á landi og tók raunar við af harkalegum deilum um atómljóðið – ljóðlist áns ríms og stuðla. Margir íhaldssamari litu á þessar útlendu listastefnur sem þjóðhættulegar, þeim væri stefnt gegn aldakjarna íslenskrar menn- ingar. Inn í þessa deilu komu and- stæðar skoðanir og reynsla þeirr- ar kynslóðar sem sótt hafði listnám til Evrópu og Bandaríkj- anna strax eftir stríð og var deil- an um myndlistina raunar annar þáttur í fimm þátta drama í íslensku samfélagi þar sem víg- völlurinn færðist til eftir árum: ljóðið, myndlistin, tónlistin, leik- húsið og loks skáldsagan voru sviðin sem barist var á. Flestir listamannanna sem sýndu í Listvinasalnum voru ungir og íslenskir, en metnaður- inn var mikill hjá rekstraraðilum og er skemmtilegt að geta þess að í Listvinasalnum voru sýnd verk eftir listamennina Jean Arp, Picasso, Braque og Kandinsky sem Hörður Ágústsson kom með heim frá París í farangrinum. Listvinasalurinn var ekki bara vettvangur sýninga, þar voru líka haldin lífleg kynningarkvöld þar sem rætt var og rifist um mynd- list, lesið úr óútkomnum verkum ungra rithöfunda og flutt metnað- arfull tónverk, auk kvikmynda- kynninga, fyrirlestra um lista- sögu og heimspekilegrar umræðu. Þessi kynningarkvöld urðu svo vinsæl að þau sprengdu utan af sér rýmið og neyddust aðstand- endur þeirra til að flytja þau í stærra húsnæði, í Leikhúskjallar- ann og Stjörnubíó. Er sú saga öll að litlu skráð og liggja heimildir víða ókannaðar. Hluti af þessum slag var endur- nýjun á ljósmyndalist í landinu og sú endurnýjun varð að hluta til hjá áhugamönnum. Í sýningunni í Ásmundarsal er nú rifjað upp að árið 1952 var haldin ljósmynda- samkeppni áhugaljósmyndara. Hluti þessara mynda hefur varð- veist og gefa þær innsýn í umhverfi Listvinasalarins, fólkið í landinu og tímabilið almennt á þessum fyrstu árum sjötta ára- tugarins. Í Klessulistarhreiðrinu má finna verk margra af listamönn- unum sem sýndu í Listvinasaln- um og eru málverk á sýningunni eftir Svavar Guðnason, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur og Karl Kvaran. Mörg þessara verka koma úr safni Gunnars Sigurðs- sonar, annars stofnenda Listvina- salarins, og er þetta fágætt tæki- færi til að skoða þau. Sýningin kallast á skemmtileg- an hátt á við yfirlitssýningu á verkum Gerðar Helgadóttur í Gerðarsafni en hún var ein af þeirri kynslóð sem hingað kom heim mótuð af menntun og nýjum skilningi frá náms- og starfsárum eftir stríðið á meginlandinu. Sunnudaginn 13. apríl kl. 15 verða Gunnar Gunnarsson og Steinunn Helgadóttir með sýn- ingarstjóraspjall. Sýningin stend- ur til 4. maí. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17 og aðgangur er ókeypis. pbb@frettabladid.is Klessulistin kallar MYNDLIST Hörður Ágústsson listmálari var einn þeirra sem komu að starfi Listvina- félagsins. Myndin er tekin við veggverk hans fyrir Landsbanka Íslands á Laugavegi sem nú er eyðilagt. MYND/ANDRES KOLBEINSSON/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Það er handagangur í öskjunni í gamla Aust- urbæjarbíói þessa dag- ana. Nú er að ljúka leik- sýningatímabili framhaldsskólanna og hafa nokkrir skólanna búið um sig í Austur- bæ. eins og húsið kall- ast nú, en Sambíóin tóku með sér hið forna nafn hússins, Austur- bæjarbíó, þegar fyrir- tækið seldi húsið sem nú er í eigu Nýsis. Nemendafélögin sem sýna í húsinu um þess- ar mundir eru þrjú: Nemendamót Verzlunar skóla Íslands er enn að sýna uppsuðu úr gamalli amerískri bíómynd, Kræ-beibí í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur og í tónlistar- umsjón Jóns Ólafssonar. Verkið gerist 1950 og segir frá Kræ-beibí og hans vinum og Aðalbjörgu og hennar hnakkaveröld. Kræ-beibí hrífur aðalhnakkapíuna úr höndum Baldvins, forsprakka hnakkanna og verðandi millistjórnanda í banka. Því er að sjálfsögðu ekki tekið þegj- andi og hljóðalaust. Þrettánda sýn- ing á verkinu verður á laugardag kl. 17. Á öðrum stað í húsinu er Thalía, leikfélag Menntaskólans við Sund, að sýna Söngleikinn Stjörnustríð þar sem áður var Silfurtunglið. Hann er byggður á mynd George Lucas og segir frá bóndadrengnum Loga Geimgengli sem kynn- ist Jedi-riddaranum Óbi Wan Kenóbí og saman bjarga þeir, ásamt fleir- um, hinni fögru Lilju prinsessu frá hinum illa drottnara Stjörnuveld- isins, Svarthöfða. Leik- stjórar eru Halldór Gylfason og Orri Hug- inn Ágústson, en tón- listarstjóri er Albert Hauksson. Næstu sýn- ingar eru í kvöld og á laugardagskvöld. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er að setja upp í ellefta sinn og sýnir í aðalsalnum Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson. Verkið fjallar um Orm Óðinsson, 16 ára dreng í Holtaskóla, upprennandi skáld, og félaga hans, Ranúr. Leikstjóri er Bryndís Ásmundsdóttir en tónlistar- stjóri er Þórður Gunnar Þorvalds- son. Sjötta sýning er á mánudags- kvöld. Nemendasýningarnar um allt land eru á sinn hátt hápunktur í félagslífi nemenda og kalla marga til nýrra starfa, reyna á samstarfs- hæfni, dug og krafta allra þeirra sem að þeim koma. Þær taka til sín stóran hóp áhorfenda sem annars sækja leikhús lítið. Miðasala á þessar sýningar fer fram á vefnum midi.is. - pbb Líf í Austurbæ MYNDLIST Forsíða á sýningarskrá Nínu Tryggvadóttur frá sýningu hennar í Listvina- salnum í nóvember 1952. MYND/LISTASAFN ASÍ. BIRT MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI EIGENDA. ATH Kl. 17 í dag er eins og alla virka daga þátturinn Víðsjá á dagskrá Rásar 1 eftir fimmfréttir. Dagskráin er í frjálsu falli á föstudögum, engir fastir liðir, og því við stórum tíðindum að búast úr vitsmuna- og tilfinningalífi þjóðarinnar. En allir spyrja: hver á einkennislag þáttarins? > Ekki missa af... Baðstofunni eftir Hugleik í Þjóðleikhúsinu en sýningum fer að fækka. Róttækasta endurskoðun á goðsögninni um þjóðina á myrkum öldum síðan Hrafn Gunnlaugsson var upp á sitt besta. LEIKLIST Úr sýningu Versl- unarskólans. Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700 • gerduberg@reykjavik.is GERÐUBERG www.gerduberg.is Kvæðamannafélagið Iðunn - fundur föstudag kl. 20 Steindór Andersen segir frá Ella á Naustum og kveður vísur. Diddi fiðla fjallar um gömlu íslensku fiðluna. Chris Foster og Bára Grímsdóttir sjá um tónlistarflutning. Allir velkomnir! Unglingabókin - meira en brjóst og bólur? Barna- og unglingabókaráðstefna laugardaginn 5. apríl kl. 10.30-14.00. Fyrirlesarar: Ármann Jakobsson, Anna Þorbjörg Ingólfs- dóttir og Ragnheiður Gestsdóttir. Dagskrárstjórnandi er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Stefnumót við safnara III Hljómfagurt stefnumót við tónlistarmenn og hljóðfærasafnara! Sýningarstjórn: Anik Todd og Una Stígsdóttir Sjö landa sýn María Loftsdóttir, alþýðulistakona, sýnir vatnslitastemmningar frá ferðalögum sínum um Argentínu, Bólivíu, Brasilíu, Ísland, Japan, Perú og Skotland. Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Styrktaraðili: Beco Vissir þú... ...að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.