Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 28
28 4. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Þegar rætt er um Evrópusam-bandið er mikilvægt að við ræðum málið ekki einungis út frá þröngum hagsmunum Íslend- inga hér og nú. Við hljótum að velta því fyrir okkur hvers konar fyrirbæri Evrópusambandið er og hverjir eru kostir þess og gallar. Eins og kunnugt er var Evr- ópusambandið stofnað eftir lok seinni heimsstyrjaldar, ekki síst í þeim tilgangi að tryggja frið til frambúðar í álfunni. Upphaflega var Evrópska kola- og stálbandalagið stofnað 1951 en þetta bandalag breyttist með Rómarsáttmálanum í Efna- hagsbandalag Evrópu 1957 og stækkaði svo smám saman allt þar til Maastricht-samningurinn var undirritaður 1993 en þá var lagður grunnur að Evrópusam- bandinu eins og það er nú. Sam- bandið hefur því þróast frá því að vera laustengt efnahags- bandalag í mun víðtækara og nánara samband. Eftir að stjórn- arskrá sem miðaði að því að gera sambandið líkara ríki var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakk- landi og Hollandi, var svonefnd- ur Lissabon-sáttmáli undirritað- ur en þar eru sambandsríkin hnýtt nánar saman í utanríkis- og varnarmálum, lögð aukin áhersla á þingræði og lagt til að stofna embætti forseta Evrópu- ráðsins. Evrópusambandið er ekki einlitt Kostirnir við Evrópusambandið eru ýmsir. Evran er vitaskuld stór gjaldmiðill sem sveiflast ekki jafn auðveldlega og krónan. Á sumum sviðum lagasetningar hefur Evrópusambandið verið mjög framarlega og má þar nefna ýmis atriði á sviði umhverfis- mála. Samstarf innan sambands- ins á sviði mennta og vísinda er öflugt og svo mætti lengi telja. Gallarnir eru að sama skapi ýmsir. Miðstýring á ýmsum svið- um, fjarlægð stjórnenda frá almenningi og bág þátttaka í kosningum til Evrópuþingsins er allt til marks um þann lýðræðis- halla sem hrjáð hefur sambandið. Þá hefur sambandið undanfarið verið mjög hrjáð af ýmsum leið- um markaðskreddum. Tilraunir hafa verið gerðar til einkavæð- ingar á almannaþjónustu, t.d. með hinni alræmdu Bolkestein- tilskipun. Tilskipunin fór raunar ekki í gegn enda var henni harð- lega mótmælt. Vitaskuld hafa allir jafnaðarsinnar áhyggjur af því að slíkar kreddur verði ráð- andi hjá bandalaginu og einstök ríki þurfi að lúta þeim. Grundvallarspurningin snýst um ákvörðunarvaldið Ég held að það sé ógerlegt að taka ákvörðun um hugsanlega aðild Íslands að sambandinu með því að raða upp í debet- og kreditdálk og láta þann dálkinn sem verður lengri ráða. Grunnspurningin sem þarf að svara er þessi: Erum við reiðubúin að framselja æ meira af ákvörðunarvaldinu til yfirþjóðlegra stofnana og teljum við hag lands og þjóðar betur borgið þannig en með því að ráða okkur málum sjálf? Ýmsar tölfræðikúnstir hafa verið settar fram til að sýna fram á að þetta fullveldi hafi þegar verið framselt, allt eftir því hver talar. Í skýrslu Evrópunefndar- innar sem starfaði undir forystu Björns Bjarnasonar á síðasta kjörtímabili var hins vegar sýnt fram á að alls ættu um 17,2% af samþykktum lögum á Íslandi á árunum 1992–2006 beinan upp- runa í EES-aðild Íslands. Ef einnig er litið til þeirra laga sem segja má að eigi óbeinan uppruna í EES-aðildinni er niðurstaðan að 21,6% laga á tímabilinu megi rekja beint eða óbeint til EES-aðildar Íslands. Auðvitað er hér einungis um tölfræði að ræða og hún segir ekkert um efnislegt umfang og áhrif gerða ESB hérlendis en þetta sýnir þó að Íslendingar myndu framselja umtalsvert vald úr landi við inngöngu í Evr- ópusambandið. Nálægð hins venjulega manns við valdið „Þetta getur ekki orðið verra en það er,“ segir Evrópusinnaður vinur minn gjarnan, „og þess vegna er best að ganga í ESB.“ Þetta þykja mér ekki góð rök. Ef við erum ósátt við fyrirkomulag mála hér á landi eru hæg heima- tökin að breyta og bæta. Innan ESB getur Ísland að sjálfsögðu haft umtalsverð áhrif en það breytir því ekki að Ísland er eftir sem áður lítið land og Íslendingar fáir. Ef gengið er í ESB erum við orðin hluti af sam- bandi sem hefur þróast æ meir í ríkis átt frá stofnun og á vafa- laust eftir að verða enn þéttara á næstu áratugum. Þungamiðja þessa nýja ríkis er ekki á norður- slóðum og alls ekki á hinu fjar- læga Íslandi. Áhrif hins almenna borgara á Íslandi verða því nær örugglega hverfandi lítil — og við þurfum að svara því hvort við erum reiðubúin til þess þótt við fáum eitthvað í staðinn. Sem stendur tel ég sérstöðu Íslendinga vera styrkleika. Ég tel að íslenskur almenningur fái meiru um örlög sín ráðið í sjálf- stæðu ríki einmitt vegna smæðar þess, nálægðin við valdhafana er hér óvenjumikil og ég tel þannig að íslenskt samfélag sé lýðræðis- legra sem sjálfstætt ríki en eitt horn í stærra ríki. Nálægðin er mikilvæg fyrir samfélagsgerð- ina, minnir okkur á að við berum öll ábyrgð hvert á öðru. Ég tel einnig að áhrif Íslendinga á alþjóðavettvangi geti orðið meiri sem sjálfstætt ríki en sem hluti af ESB. Eftir sem áður tel ég að stjórnvöldum sé skylt að fylgjast mjög grannt með þróun mála innan Evrópusambandsins, gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagn- vart sambandinu og meta það reglulega hvert sambandið stefnir og hve náin samskipti Íslands við það eigi að vera. Það er eilífðarverkefni. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Um hvað snýst aðild að ESB? EVRÓPUSAMBANDIÐ – Hvað er til ráða? 1. Hverjir eru helstu kostir við Evrópusambandsaðild? 2. Hverjir eru helstu gallar við Evrópusambandsaðild? 3. Hvað er til ráða? 3.1. Á að hafna aðild umsvifalaust? 3.2. Á að bíða og sjá til? 3.3. Á að sækja um aðild umsvifalaust? 3.4. Á að gera efnahagslegar og stjórnskipulegar ráðstafanir með það að markmiði að taka ákvörðun af eða á um aðildarumsókn eftir tiltekinn tíma, til dæmis innan þriggja ára? Katrín Jakobsdóttir skrifar: Umboðsmaður aldraðra UMRÆÐAN Kjör aldraðra Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þann 23. febrúar síðastliðinn, var samþykkt áskor- un til stjórnvalda að stofna embætti umboðsmanns aldr- aðra. Með áskoruninni fylgdi eftir- farandi greinargerð: „Réttindi eldri borgara eru oft fyrir borð borin í þjóðfélaginu bæði utan stofnana sem og innan þeirra. Þetta gildir um kjaramál, skattamál, þjónustu o.fl. Þess vegna er það brýnt hagsmuna- mál fyrir eldri borgara að emb- ætti umboðsmanns aldraðra verði stofnað. Slíkt embætti gæti tekið að sér og fjallað um réttindi og réttindabrot sem eldri borgarar verða fyrir, en enginn aðili í stjórnkerfinu telur sér skylt að sinna.“ Mjög brýnt er að mál þetta nái fram að ganga sem fyrst. Eldri borgarar standa mjög illa að vígi þegar þeir þurfa að sækja eða verja réttindi sín. Enginn aðili í stjórnkerfinu er til staðar sem þeir gætu leitað til og hefði það lögbundna hlut- verk að sinna málum þeirra þegar þeir telja brotið á sér. Eldri borgarar standa ber- skjaldaðir gagnvart stofnunum og yfir- völdum sem beita valdi sínu á óréttlátan hátt eins og því miður fjölmörg dæmi eru um. Stór hópur eldri borgara er í stöðugri baráttu við „kerfið“ vegna þess að þeim finnst brotið á sér og fá ekki lausn eða leiðréttingu á sínum málum. Mjög oft er um að ræða lífeyrismál af ýmsu tagi og mál sem eru tengd þeim eins og skattamál. Einnig er um að ræða margvísleg önnur mál sem tengjast fjármálum, búsetumálum, skorti á þjón- ustu bæði utan stofnana aldr- aðra sem og innan þeirra svo eitthvað sé nefnt. Í sambandi við réttindamál má geta þess að í lögum um málefni fatlaðra frá 1992 eru ítarleg ákvæði um réttindagæslu fatlaðra, sem svæðisráðin (8) hafa eftirlit með eða sérstakir starfsmenn þeirra. Engin hliðstæð ákvæði eru til í lögum um málefni aldr- aðra. Þess vegna leggur Félag eldri borgara í Reykjavík mikla áherslu á að úr þessu verði bætt með stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og væntir þess að stjórnvöld taki áskorun þessa til alvarlegrar skoðunar. Allar áskoranir og ályktanir frá aðalfundi félagsins eru aðgengilegar á heimasíðu Félags eldri borgara í Reykja- vík www.feb.is. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR Þessvegna leggur Félag eldri borgara í Reykjavík mikla áherslu á að úr þessu verði bætt með stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og væntir þess að stjórnvöld taki áskorun þessa til alvar- legra skoðunar. UMRÆÐAN Öryggi á heimilum Sameiginlegt verk-efni Kópavogs- bæjar og Slysavarna- félagsins Lands bjargar um að bæta öryggi á heimilum eldri borg- ara í bænum tókst framar vonum. Um þrír af hverjum fjór- um íbúum 75 ára og eldri þáðu svokallaða öryggisheimsókn þar sem farið var yfir fjölmarga þætti sem lutu að slysavörnum heima hjá þeim og gerðar nauðsynlegar úrbætur. Þarf ekki að taka fram hvílíkt forvarnargildi verkefni af þessu tagi hefur enda hafa aðrar rann- sóknir á högum eldri borgara sýnt að mikilvægt sé að halda utan um þennan sífellt stækk- andi hóp. Niðurstöðurnar úr öryggisheimsóknun- um sýna að ástandið er almennt gott í Kópavogi. Helst mátti bæta brunavarnir. Fulltrúar Slysavarna- félagsins Lands- bjargar, sem höfðu veg og vanda af fram- kvæmd verkefnisins, leystu vandamálin yfirleitt á staðnum. Algengust eru fallslys í svefn- herbergjum eða setustofu, flest tengd hálu gólfi, lélegri lýsingu og lausum mottum. Markmiðið var að stuðla að því, í samræmi við stefnu stjórnvalda, að aldrað fólk haldi heilsu og geti með við- eigandi stuðningi búið lengur heima. Slys valda þeim sem fyrir þeim verða miska og fjárútlátum auk útgjalda fyrir bæjarfélagið og þjóðfélagið allt. Öryggisheim- sóknirnar voru því allra hagur. Farið var yfir öryggisatriði eins og reykskynjara, slökkvi- tæki, eldvarnateppi, handföng í sturtu og baðkeri, stamar mottur í baðkeri og sturtu, næturljós og stiga. Íbúum voru svo boðnar öryggisvörur sem þá vanhagaði um á kostnaðarverði frá Securit- as og ókeypis uppsetning. Auk þess var skipt um rafhlöður í reykskynjurum. Íbúarnir fengu einnig afhenta bæklinga um starfsemi Kópavogsbæjar í þágu eldri borgara og enn fremur bækling um öryggishnapp sem Securitas þjónustar. Vekur athygli að einungis 16% eldri borgara í Kópavogi nota öryggis- hnapp. Jafnframt var metið, í sam- ræmi við ákvæði málefna- samnings um meirihlutasam- starf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn, hvort viðkomandi væru einmana eða byggju við slæmar aðstæður. Í tuttugu tilvikum var talið rétt að huga betur að eldri borgurum sem heimsóttir voru. Brugðist hefur verið við ábendingunum með viðeigandi hætti en þær vörðuðu allt frá aðkomu sjúkra- bíla, ef á þyrfti að halda, til félagslegrar einangrunar. Þeir sem fengu heimsóknirnar eru án nokkurs vafa betur stadd- ir eftir heldur en áður. Ég er sannfærður um að okkur hafi tekist að gera líf flestra eldri borgara í Kópavogi enn betra en það var, að minnsta kosti mun öruggara, auk þess sem við höfum safnað mikilvægum upp- lýsingum um aðstæður þeirra í bæjarfélaginu. Ég vil þakka öllum þátttakend- unum í verkefninu, bæði sam- starfsaðilum Kópavogsbæjar og öldruðum íbúum í bænum sem opnuðu okkur dyr að heimilum sínum. Áhugasömum um verk- efnið bendi ég á skýrsluna „Öryggisheimsóknir til eldri borgara“ á heimasíðu Kópavogs- bæjar. Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Vandamálin leyst á staðnum GUNNAR I. BIRGISSON Ég er sannfærður um að okkur hafi tekist að gera líf flestra eldri borgara í Kópavogi enn betra en það var, að minnsta kosti mun öruggara...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.