Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 04.04.2008, Qupperneq 36
A ðeins sex tímum eftir að fimm manna úrslitunum í Bandinu hans Bubba lauk, voru keppendurnir fjór- ir, þau Arnar, Eyþór, Thelma og Hjálmar ásamt Unni Birnu, glað- vakandi á leiðinni til London í boði Iceland Express. Eftir einkar þægilegt flug var lent í Stansted en þaðan var lest- in tekin rakleiðis inn í borgina. Thelma Hafþórsdóttir, ein af kepp- endunum, segir að þetta hafi verið æðisleg ferð. Þau hafi byrjað á því að fá sér hádegisverð á hótelinu og svo hafi þau farið í Covent Garden þar sem þau kíktu á útimarkaði og götugrínara. „Þetta var alveg æðis- leg ferð og hápunkturinn var þegar við fórum á söngleikinn „We will Rock You“,“ segja keppendurnir al- sælir eftir ferðina. Þegar Thelma er spurð að því hvort það hafi ekki verið skrýtið að vera þarna með þremur strákum þá segir hún svo ekki vera. „Ég var svolítið eins og andamamma þarna,“ segir hún og hlær. Þegar þau eru spurð að því hvort það hafi ekki verið skrýtið að vera saman í ferðalagi því þau séu í keppni svara þau eins og sannar fegurðardrottningar og segja að þau séu öll æðislega góðir vinir. „Auðvit- að viljum við öll vinna en svo verð- ur þetta bara að koma í ljós,“ segja þau. Eftir að hafa ærslast allan laugardaginn tóku þau sunnudag- inn rólegan. Þrátt fyrir hátt gengi á pundinu slepptu þau sér aðeins í verslunum borgarinnar fyrri part dags. Seinni parturinn fór í tökur fyrir þáttinn þar sem þjófavarnir í bílum og kirkjuklukkur sem slógu hundrað sinnum léku lykilhlutverk í hljóðupptökunum. Kvöldið endaði svo á indverskum stað í Soho þar sem ferðin var full- komnuð. Í kvöld verður stórsöngv- arinn Páll Rósinkrans í gestadóm- arasæti og verður spennandi að sjá hverjir fá að halda áfram. Krakkarnir úr Bandinu hans Bubba skemmtu sér konunglega í London Thelma var eins og andamamma Hópurinn skemmti sér konunglega í London. Hilton Reykjavík Nordica hótel ætlar nú að bjóða upp á „High Tea“ á VOX-bar í fyrsta sinn á Íslandi. „High Tea“ er upprunnið í Evrópu, en það var fyrst í Frakklandi á 17. öldinni sem heldra fólkið hóf þann sið að hittast um eftirmiðdaginn yfir fallegu kaffiborði og gera sér glaðan dag. Í seinni tíð hefur „High Tea“ rutt sér rúms á hótelum víða um heim. Björk Óskarsdóttir, „Chef Garde Manger“ á VOX, á heiðurinn af veitingunum en um er að ræða þriggja hæða bakka með samlokum af ýmsu tagi, ferskum ávöxtum og fallegum litlum kökum. Á Hilton Reykjavik Nordica verður „High Tea“ í boði á VOX-bar alla daga vikunnar frá kl. 14-18. Nú er ekkert annað í stöðunni en að hóa saman þeim sem þér þykir vænt um og njóta þess að vera til. „High Tea“ er nýjasta æðið Björk Óskarsdóttir, „Chef Garde Manger“ á VOX, leggur lokahönd á glæsilegar „High Tea“-veitingar. 4 • FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.