Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 20

Réttur - 01.02.1927, Side 20
22 GEOKGE BERNHARD SHAW [Rjettur neitt hetjulegt, en hann getur ekki staðist þrýstinginn að innan. Hitt er presturinn Keegan í »John Bulls other Island«. Hans trú brýst ekki fram sem barátta, heldur sem íhugun og elska til lífsins. Þegar hann er áfeldur fyrir drauma sína um himnaríki á jörð, þá svarar hann. »Sérhver draumur er spádómur: sérhvert gaman- yrði er alvara í móðurlífi tímans.... Mig dreymir um Ríki, sem er Kirkja og Kirkjan er þjóðin: þrent í einu og eitt í þrennu. Það er þjóðfélag, þar sem iðja er leik- ur og leikur líf: þrent í einu og eitt í þrennu. Það er miusteri, þar semi presturinn er dýrkandinn og dýrkand- inn dýrkaður: þrent í einu og eitt í þrennu. Það er guð- dómur, þar sem alt líf er mannlegt og alt mannkyn guð- legt: þrent í einu og eitt í þrennu. í stuttu máli, það er draumur brjálaðs manns.......« Eins og rœður að líkum, þá hefir Shaw ekki getað komíst hjá því, eins hugfanginn og hann er af trúmann- inum, að beina augum sínum að Jesú. Hann hefir ritað mikið um hann og sumt af frábærum skarpleik. Sumt mjsskilur hann áreiðanlega og dregur alveg fráleitar á- lyktanir af Jóhannesarguðspjalli. En hann kemst að þeirri niðurstöðu, að eina lausnin á vandamálum nú- tíðarkynslóðar sé að taka upp þá stefnu, er ástæða væri til að ætla að Jesú tæki, væri hann uppi á vorum tím- um og fengist við mannfélagsmál.' Eg hefi séð tvö leikrit Shaws á góðu leiksviði. Annað er »Cæsar and Cleopatra«, leikið í New York. Hitt er »Joan of Arc« leikið hér í Winnipeg. Engin leiksýn- ing hefir tekið mig eins föstum tökum og sú síðar- nefnda. Mærinni frá Orleans er Iýst á alt annan veg, heldur en eg ímynda mér að sé réttur. En öll mótmæli hugarins af þeim orsökum urðu að engu. Andrúmsloft trúarinnar yfir leiknum var svo þrungið af ástríðu. að einkis var kostur annars, en að hlýða hugfanginn á. Og þá var m)ér fyrst ljóst hinn leyndardómsfulli samruni auðmýktar og stolts, sem er einkenni þeirrar tilfinn-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.