Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 60

Réttur - 01.02.1927, Side 60
62 KOMMÚNISMINN OG EÆNDUE [Rjettur nema takmörkuðu af kjöti og fiski. — Eigi að ósekju kvað sr. ólafur Einarsson: Útlendir, sem yfir oss bjóða eru höfuðið, hálmurinn vjer. Þessu hótar guðs orð góða, gengur oss nú, sem maklegt er. Og með rjettu kvað Grímur Thomssen. seinna: Keislan var bogin og lóðið var lakt og ljett reyndist alt sem hún vo. En útnesja fólkið var fátækt og- spakt, og flest mátti bjóða því svo. Samt sem áður var alþýða manna ánægð með kjör sín, svo mjög var hún þjökuð orðin, og öruggasta vígi kaup- manna í baráttunni við Skúla Magnússon landfógeta og aðra brautryðjendur í málefnum íslendinga, var þekking- arleysi og menningarleysi fólksins. Bókmentirnar voru kross-skólareglur og píslarsálmar, lofsöngvar um fátækt- ina og aumingjaháttinn. Enda ber Skúli kaupmönnum ó- spart á brýn, að þeir leggi snörur á veg íslenskra stúdenta, svo að þeir geti ekki stundað nám í Kaupmannahöfn, því að þeir viti sem er, að ef þjóðin mannaðist og vitkaðist, mundi kúgunarvaldi þeirra vera lokið. Þegar losað var um einokunarhöftin tók framtakssemi islendinga til óspiltra málanna. íslenskum vörum var út- vegaður markaður erlendis og menn tóku nú að vanda framleiðsluna á öllum sviðum. Landsmönnum fjölgaði ört og hagur manna batnaði stórum. Frá því árið 1886 til 1915 óx landbúnaðarframleiðslan um helming, en þó hafa aðrar atvinnugreinar eflst svo mjög, að 1910 voru aðeins 51% af íbúum landsins bændur. Árið 1800 voru bændur 85%. Á síðustu árum hefir svo komið upp hjer nútíma- auðvald með togaraútgerðinni, og er nú svo komið að rúmur helmingur landsmanna hefir flutst til borga og kauptúna.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.