Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 68

Réttur - 01.02.1927, Side 68
70 KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR [Rjettur fólki í sveitum fer fækkandi. Oft er kaupi vinnumanna þannig háttað, að þeir eiga skepnur og kjör þeirra fara mjög eftir afkornu bóndans. Auk þess vinrtur töluvert af verkafólki úr kaupstöðum að landbúnaði í kaupamensku um sláttinn. Stórbændur, svo að kalla megi, eru mjög fáir. Yfirleitt er stjettaafstaða alls þorra sveitafólksins mjög svipuð. En náttúru og framleiðsluástæður í ýmsum landshlutum eru mjög ólíkar, og viðfangsefnin því mjög margbrotin. Því er nú haldið fram í flesum blöðum, sem bændum er útbýtt til Iestrar, að hagsmunir þessa fólks sjeu í beinni mótsetningu við hagsmuni verkalýðsins. Vjer skulum nú athuga nokkru nánar í hverju þessar andstæður eru fólgnar. Fyrst skulum vjer taka vinnulaunin til athugunar. Það er fyllilega meðalbóndi á íslenskan mælikvarða, sem hefir kaupamann og kaupakonu um sláttinn, segjum í 9 vikur. Hvort hann greiðir kaupainanninum 40 kr. eða 50 kr. um vikuna og kaupakonunni 25 eða 30 kr. munar hann alls kr. 135.00. Efvið nú gerum ráð fyrir að útgjöldin sjeu alls kr. 4000.00, sem ekki er freklega tiltekið, verður þessi upphæð harla lítil, einkum ef hún er borin sanian við fúlg- ur þær, sem af bóndanum eru teknar nreð tollum, verslun- arokri, vaxtaokri o. s. frv. Ennfremur leita fjölmargir bændur sjer eða sonum sínum launaðrar atvinnu utan búsins og er því beinn hagnaður að því, að kaupið sje sem hæst, enda eru þeir þá að nokkru leyti verkamenn. Eins og sýnt hefir verið fram á, er aðalorsök hnignunar- innar á kjörum bænda sú, að þeir fá nú minna andvirði fyrir vinnukraft sjálfra sín en aður. — Þá er hið háa verð á kjöti og annari neysluvöru verkalýðsins, sem bændur framleiða, notað til að sigá vinnandi stjettunum saman. Nú fá bændur óverulegt verð fyrir kjöt sitt, þrátt fyrir hið háa smásöluverð, og eins og sýnt hefir verið fram á, er hjer um að ræða arðnýtingu beggja stjettanna, sem hvor- umtveggja málsaðilum ætti að vera áhugamál að losna við.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.