Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 72

Réttur - 01.02.1927, Page 72
74 BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN [Rjettur brotnir á bak aftur, hver á fætur öðrum, fyrst her Wu-Pei- Fu’s og nú loks Sun-Tschuan-Fang’s, þess er varið hafði Shanghai og hjeraðið þar. Gerðu því verkamenn í Shang- hai aðra uppreisnartilraun 21. mars, háðu þeir harða bar- áttu við herinn í 2 sólarhringa og lauk þeirri viðureign með sigri verkamanna. Síðan hjelt byltingarherinn inn- reið sína í borgina. Skömmu síðar tók hann svo Nanking og var þá alt Kína sunnan Blá-ár á valdi byltingarmanna og stórir landshlutar norðan við einnig. Nú þykir hlýða að geta dálítið þeirra, er Iitu sigra þessa illu auga. Voru það einkum Englendingar, er gast illa að sigri byltingarinnar og hugðu yfirráðum Breta bráðan bana búinn, ef svo hjeldi áfram. Átti hið breska auðvald ærnra hagsmuna að gæta í Kina. Eyjuna Hongkong hafði það með vopnavaldi svift Kína 1842 og 1860. Flóasvæð- ið Wei-ha-wei hafði það og tekið með valdi 1898. Á líkan iiátt hafði því auðnast »áhrifasvæði« í Blá-árdal (1858) og í Tíbet 1904. Ennfremur höfðu Bretar lánað Kínverj- um 110 miljónir sterlingspunda, en breskir bankar í Kína voru 4 með 8 miljón punda hofuðstól og rjeðu þeir mestu um atvinnulíf Kína. Yfir 4500 km. af járnbrautum (þriðj- ungi járnbrautanna í Kíná) hafði Lundúnaauðvaldið að- alráðin; kolanámur í Tschili og Honan, er gáfu af sjer fimtung allrar kolaframleiðslu Kína, heyrðu undir breskt auðvald. 75 skip við strendur og á fljótum voru undir sama valdi og auk þess póstur og sími, er það átti, ásamt fjórum sæsímum. Þá var og verslunin. 120 miljón pund er árleg verslunárviðskifti Breta við Kína (1924). Auk alls þessa eru eignir breskra þegna í Kína metnar 300 miljónir punda og þeir hafa margar helstu stöðurnar á valdi sínu og stjórna hinum kunnu kínversku tollum. Það er því auð- sjeð að breskt auðvald á mikið I húfi í Kína, þótt ekki sje það tekið með hvílíkur ógnar hnekkir sigur kínverskrar byltingar yrði valdi Breta I allri Austurálfu heims og þó einkum Indlandi. Tóku Bretar því snemma að flytja her til Kína og setja

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.