Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 78

Réttur - 01.02.1927, Page 78
80 • BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN [Rjettur (þar af Standard Oil yfir helmingnum), en Royal Dutch Shell yfir 13%, annara þjóða fjelög yfir 11%. Mestöll olían er flutt út óhreinsuð og landsbúar njóta lítils hagnaðar af öllum þessum auðæfum. Þessu vill al- þýðustjórnin þar afstýra. í stjórnarskránni frá 1917 eru ákvæði, er leyfa einungis Mexiko-búum að eiga slíkar auðlindir og í aprílbyrjun 1926 voru síðan samþykt lög, er næsturn svifta steinolíufjelögin völdunum yfir þeim lindum, er þau höfðu klófest. Verða þau í reyndinni næst- um því sama og eignarnám á olíulindunum. Um nýjár 1927 gengu lög þessi í gildi og horfði þá ær- ið ófriðvænlega um hríð milli Bandaríkjanna og Mexiko. Varð þó ófriði afstýrt og hjetu olíuhringarnir að sæta lög- um þessum, en vingott er ekki á milli stjórnanna. Síðan hefir deilan harðnað, þó ekki innanlands heldur utan. Vaida því flokkadeilur í smáríkinu Nicaragua. Þar er fyrirhugað að grafa skurð í líkingu við Panamaskurð- inn til að tengja saman Kyrrahaf og Atlantshaf. Hafa Bandaríkja-auðmenn náð völdum yfir flestum stóreignum og fyrirtækjum þar í landi og þykir íbúunum það hart. Fylgir íhaldsflokkurinn þar Bandar. auðmönnum, en hinir frjálslyndu vilja afnema yfirráð þeirra. Út af lögbroti í- haldsins við skipun forsetaembættis varð borgarastyrjöld í landinu. Settu Bandaríkjamenn þá herlið á land og hjálp- uðu íhaldsmönnum að ýmsu Ieyti, en talið var að stjórnar- andstæðingar fengju vopn og styrk frá Mexiko. Heitir forseti íhaldsins Diaz, en foringi frjálslyndra Sacasa. Smáríkin í Mið-Ameríku eru hlynt hinum frjálslyndu og talið líklegt að þau viðurkenni þá sem rjetta stjórn. Auð- menn í New-York veita hinsvegar Diaz stórfje að láni og borið hefur við að flugvjelar Bandaríkjanna hafa skotið á her stjórnarandstæðinga. Síðustu fregnir herma fram- sókn hinna frjálslyndu. f ríkjum Suður-Ameríku fer sífelt vaxandi barátta hinna innlendu, einkum bænda, smáborgara og verkalýðs gegn erlenda auðvaldinu, sem er stutt af afturhaldssömum jarð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.