Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 79

Réttur - 01.02.1927, Page 79
Rjettur] BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN 8i eigendum og auðmönnum innanlands. í Venesuela, Col- ombia, Bolivia og Peru hafa bændur og verkamenn, sár- þjáðir af ógurlegri kúgun landeigenda og útlendinga, hvað eftir annað gert uppreisnir, en þær hafa allar verið kæfðar í blóði og kjör þeirra hafa versnað. Vandræðin þar er samtakaleysið, en bardagahugur er ágætur og hafa fjölmargir bændur vopn. Á síðustu árum hefur borgalýð- urinn, mentamenn og smáborgarar, sem og eru kúgun beittir, reynt að kenna þeim samtök, og takast forustuna á hendur. Er brátt von á byltingartilraun í Venesuela. Al- þýða þessara landa vill taka sjer ráðstjórnarríkin rúss- nesku til fyrirmyndar, veita bændum jarðirnar, en verka- lýðnum stóriðnaðinn. Vinna smáborgararnir t. d. i Vene- suela því saman við kommúnista þar. í Chile er sterk byltingarhreyfing undir áhrifum komm- únista. Um 4p% Chile-búa eru verkamenn, sem vanir eru fjelagsskap. 1924—25 varð alþýðuhreyfing þar í landi undir forustu smáborgara. En er verkalýðurinn tók að gera róttækari kröfur, urðu miðstjettirnar hræddar og lagði þá Bandaríkja-auðvaldið að stjórninni með að neita kröfum verkamanna. En Bandaríkin höfðu hjálpað til að steypa afturhaldinu, stórjarðeigendunum, er voru hliðholl- ir breska auðvaldinu. Varð það úr að lokum að verkamenn urðu að gera verkföll, er voru bæld niður með valdi. Brást þannig miðstjettastjórnin alþýðu hörmulega. Þó varð þetta ekki til að brjóta hreyfinguna á bak aftur. Þvert á móti tóku nú samtökin að magnast um allan helming. Starfs- menn 'ríkisins, kennarar, járnbrautarmenn, flutningaverka- nienn o. fl. tóku nú alveg höndum saman. Er því hreyf- ingin í uppgangi og 1. maí og 7. nóvember er algjört verk- fall í tilefni af hátíðum verkalýðsins. í Chile er sterkur kommúnistaflokkur, sem á 4 dagblöð, 2 tímarit og mörg vikublöð. Er samvinnuhreyfingin undir stjórn hans og ná- in samvinna við verklýðssambandið. I Brasilíu sitja stórjarðeigendur við völd og hindra þar 6

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.