Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 85

Réttur - 01.02.1927, Page 85
V í ð s j á. Georg Brandes látinn. Brandes er látinn. Hinn síðasti mikli fulltrúi einstakl- ingshyggju nítjándu aldarinnar er liðinn. Sól glæsilegs frægðartímabils í þroskasögu inannsandans gengur til viðar. Fjölmargir sterkustu »straumar nítjándu aldarinnar« runnu saman í eitt hjá þessum manni; Positivismi, Utiliar- ismi, Realismi sameinuðust til að magna þennan man'n, svo hann gæti veitt hinum sterkustu andans stormum inn yfir ándsnauða eyðimörk Norðurlanda, sem þangað höfðu bor- ist um langan aldur. Það var ekki von hann fyndi sjálfan sig í þessum hvirfilvindi nýrra kenninga. Ást hans á frelsi og fjörvi andans og hatur á dauöans ró og kyrð, brutust þá aðeins fram í byltingarólgunni, sem miskunnarlaust steypti hinum fornu goðum af stöllum, svo angurvein og ofsareiði dýrkenda vanans gerðu honum óvært í landinu. Það var síðar og sunnar, að hann fann það, sem best var í sani- ræmi við eðli hans, róttæka einstaklingshyggju Nietsches. »Frelsi« var kjörorð hans, — frelsi einstaklingsins fyrst og fremst. Frelsið til að rannsaka alt, til að hlýða eða hafna, til að tigna eða týna Öllu, sem áður var upphafið yfir gagnrýningu inannsandans. Og hann var aldrei hræddur við að nota það frelsi, hvernig svo sem hann braut í bága við kreddur vanans og kenningar vísinda. Fram á síðasta dag áleit hann sagnirnar um »samlanda« sinn, Jesús frá Nasaret, munnmæli ein, er ekkert sögulegt hefðu við að styðjast. Ávalt hjelt hann við hjá sjer andúð- inni gegn auðmýktaranda kristindómsins, þeirri, er auð- kent hefur ýmsa stolta andans skörunga skylda honum, frá Voltaire til Nietsche, og hefur ef til vill ekki verið mjög ó- sammála hinum síðarnefnda um »þrælasiðinn«.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.