Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 87

Réttur - 01.02.1927, Side 87
Rjettur] VÍÐSJÁ 89 fram. Slík »höfðingja«-þroskun ætti í eðli sínu að vera allri einstaklingsþroskun andstæð.--- Brandes fann fyrstur manna Nietsche og dáðist mjög að honum. Hann elskaði höfðingja andans og dvaldi mestalla æfi sina í heimi þeirra. Hann varð og snillingurinn, sem manna best gat skýrt þá og skilið, enda bera verkin þess vott að furðu ótrauður var hann að rannsaka þá helgi- dóma, er hugir þessara manna eru, — stundum um of. Voltaire, Goethe, Michel-Angelo, Shakespeare, Disraeli, Ibsen, Lasalle, — að ógleymdum öllum dásamlegu lýsing- unum í »Hovedströmningerne« — hvílíkan andans auð hefir þessi kynning veitt honum, hvílíkan andans auð hefur þessi kynning hans veitt öðrum! Var furða þótt hann oft gæti fetað í fótspor þeirra, sem sjálfur gat dvalið á Olymp með þeim og gleymt litla lága landinu, sem angaöi af osti og smjeri? Það skal viðurkent og mun síst gleymast, að þegar sú eldraun kom yfir mentalýð Norðurálfu, sem svo lengi hafa hæst glamrað um frið og bróðurhug, — þegar stríðið mikla skall á og hugsjónir »mentamannanna« biðu hið ógurlegasta skipsbrot, þegar þeir biluðu hver á fætur öðr- um, þegar hver »andans skörungurinn« eftir annan laut að stalli þjóðrembingsgoðsins og herguðsins — þá var Brandes einn af þeim fáu sem stóðst. Það var að vísu auð- veldara fyrir hann að andæfa því í hlutlausu landi, þar sem engin þjóðernisæsing og hernaðartrylling greip þjóð- ina og engin hætta stafaði af því að berjast gegn æði lýðs- ins og blekkingum valdhafanna. En samt verður Brandes að vera með í tölu þeirra, er þá stóðu djarfast, — og það verður hans síðasti og mesti heiður, að fá að setjast á bekk með Jean Jaures, er Ijet lífið fyrir viðvörun sína, með Romain Rolland, er Ijet föðurland sitt fyrir greiðann við það, með Karli Liebknecht, er varð að þola dýflyssuvist fyrir sama, með Lenin og fleiri útlögum meðal kommún- Í9ta— og með Stefáni G. Stefánssyni, sem við fslendingar megum vera þakklátir fyrir afrek hans þá. — En er það

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.