Réttur


Réttur - 01.02.1927, Síða 93

Réttur - 01.02.1927, Síða 93
Rjettur] EITSJÁ 95 veran eilfa gaf,« — þrána sem er leiðarhnoð mannssálarinnar á eilífri þroskabraut hennar. í þeim ritum þessa höfundar, sem áður hafa út komið, gætir þess mjög, að atburðir og persónur eru leidd fram með tilliti til heimspekilegra úrlausna. Aðalpersónurnar margar virðist mjer fremur bera að skoða sem fulltrúa fyrir stóran floklc manna, sem leggja sitt til að gefa svar við einhverri spurningu manns- andans, heldur en sem einstakling, sem lifir sínu lífi, sigrar og’ tapar, dafnar og deyr, eftir þeim lögum, sem líf þess eina ein- stakiings lýtur. Hvergi hefir það þó komið eins greinilega í ljós eins og á þessu riti, enda er það æfintýraleikur og sjerhver persóna þess er gerfingur einhverra þeirra afla, sem áhrif hafa og úrslitum valda í baráttu mannanna á hinni andlegu þroskabraut. Fríða er mannssálin sjálf, sem ber í brjósti sjer þrána að leita til ríkari veraida. Hún er fædd og alin upp í koti nærri konung's- höllu og dóttir karls og kerlingar. Kolur svínahirðir er matar- hyggjan. Það gjaforð ætla karl og kerling Fríðu dóttur sinni. En hún hefir komið auga á hugsjón hins fórnandi kærleika. Það er Haukur konungssonur. Henni býður við Koli, en kotbarnið hikar við að leggja út í skóginn með konungssyninum, sem fer að berja á illvættum ríkisins, og hún missir sjónar á honum. Rauður ráðgjafi er glæsimenska, í nautnum og auði og alls- nægtum. Hann byrlar Fríðu óminnislyf, svo hún gleymir Hauki konungssyni, og hefur hann til hallar sinnar. En verndardís í förukonugerfi vakir yfir henni og vekur hana, og hún man eftir konungssyninum, sem nú er í tröllahöndum, og Fríða slítur sig frá hirðlífinu og leggur af stað að leita hans. Helveig er drotningin í ríki andlegs dauða og er frek til fanga. Þernur hennar eru öfund og tortrygni, afbrýði, hugdeigla og örvænting. Þær koma Hauki konungssyni á vald Helveigar. Fríða brýtst í gegnum hverskonar ógöngur, þar til hún hefir náð helli Helveigar og leysir Hauk undan valdi hennar. í síðustu sýningu eru þau Haukur og Fríða komin í konungs- ríki sitt, — ekki í skrautlega höll umkringd mergð þjóna, held- ur úti á orustuvelli lífsins, þar sem barist er fyrir blessun mann- kynsins. í skuggsjá, sem verndardís þeirra bregður fyrir augu þeim, sjá þau framundan óendanlega braut baráttunnar fyrir því að útrýma bölinu úr mannheimum. Það er fagnaðarboðskap- urinn, sem æfintýraleikurinn flytur, að endir þeirrar brautar sjest ekki. »Það er enginn endir á framsókn mannanna. Væri það, hlyti mannkynið að déyja. Baráttan er náðargjöf iífsins. Hvíldin er dauði.«
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.