Réttur


Réttur - 01.01.1952, Side 8

Réttur - 01.01.1952, Side 8
8 RÉTTUR þungt högg fyrir brjóstið, og torgið borðið — allt — þyrl- aðist í hring og hvarf henni sýnum. Það liðu nokkrar klukkustundir þar til unga stúlkan kom aftur til meðvitundar. Líkami hennar var eins og opin kvika, fötin héngu í tætlum, og hún hafði týnt af fæti sér öðrum skónum. Torg- búðirnar voru alelda; piltar og stúlkur í hvítum sloppum fluttu lemstruð líkin hljóðlega burt á handbörum. Allt sviðið var ein sundurflakandi auðn. Sprengjum hafði lostið niður rétt hjá bækistöð Tsoi Syn Hi; hálfu þakinu var svipt af og veggjunum raskað .... Heimili Súk Sja var horfið; þar gein nú við opinn gígur eftir þúsund kílóa sprengju. Húfupottlokið hans Súns litla var eitt eftir skilið; það lá í garðinum, storkið svörtum flekkjum. Langa stund sat Súk Sja við nöturlega rústina. Loks reis hún á fætur eins og í draumi og klöngraðist niður í kjallarann, þar sem epli og kimsja (kálmeti) höfðu verið geymd á friðartímum og þar sem rauðu skómir hennar lágu í litlu knýti í einu hominu. Hún dró mjúka skóna á fætur sér, stakk barnshúfunni í knýtið sitt og hélt af stað sem leið liggur til Vonsan, hægt og reikandi. Það var farið að dimma af nótt, þegar Súk Sja réð við sig að leita skjóls og hvíldar í lítilli gilskoru á milli tveggja lágra ása. Nokkrir kóreskir hermenn höfðu þar náttstað undir berum himni, og var eldur kveiktur þar í hellis- skúta, svo að ekki varð séð úr lofti, en lágvaxin stúlka í hermannaskykkju bjástraði við eldinn og gætti annað veifið ofan í stóran ketil með kraumandi hrísgrjónum. Sumir hermennimir þvoðu sér við lækinn, aðrir fægðu vopn sín, en hæmgrár fyrirliði hugði að landabréfi, sem breitt var úr á stórum, gráum steini. Súk Sja hallaðist upp að köldum kletti og virti fólkið fyrir sér, og skyndilega þyrmdi yfir hana sár einmana- kennd. Hún læddist hljóðlega þangað sem fyrirliðinn sat;
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.