Réttur - 01.01.1952, Page 15
RÉTTUR
15
minkaðri afurðasölu, sem aftur leiðir til stöðvunar í þróun land-
búnaðarins, því til hvers er að auka ræktunina, ef hella þarf
mjólkinni niður eða búa bara til úr henni osta, sem ekki seljast
vegna atvinnuleysi bæjaalþýðunnar, þó börn hennar vanti bæði
mjólk og ost.
Vinnandi stéttir íslands þurfa að gera sér það alveg ljóst að
óvinur sá, er atvinnuleysinu og neyðinni Veldur, er ameríska
auðvaldið og erindrekar þess á íslandi, — að það er hinn ameríski
hrammur, sem stjórnar íslenzku einokunarklónum. Skilningurinn
á því, hvernig haga verður frelsisbaráttunni, er frumskilyrðið til
þess að geta háð baráttuna með árangri.
Islenzkt þjóðfélag hefur einu sinni áður á ævi sinni rekizt á
ameríska auðvaldið, orðið að átta sig á eðli þ.ess og marka af-
stöðu sína til þess. Það er því lærdómsríkt að ryfja upp þann
árekstur og viðbrögð þess bezta, er íslendingar þá áttu til.
I.
Þegar íslenzkt bændaþjóðfélag sá auðvald
Ameríku og — slgraði
Þegar þúsundir íslendinga flúðu eymd og áþján, harðindi og
liallæri á síðari hluta nítjándu aldar og fluttu vestur um haf til
Kanada og Bandaríkjanna, voru raunverulega þjóðflutningar að
fara fram í smáum stíl. Það var heilt lítið, íslenzkt bændaþjóð-
félag, sem flutti vestur og rakst þar á þjóðfélagsskipun, sem það
hafði ekki þekkt af eigin reynd áður, — á þjóðfélag ameríska
auðvaldsins. Ameríska auðmannastéttin var um þessar mundir
sjáK að brjóta undir sig hið gamla þjóðfélag bænda og borgara,
og það því harkalegar sem á leið öldina. Hún var að skapa skelf-
ingar stóriðjunnar í Chicago og Pittsburgh, hún var að sölsa
undir sig jarðir bændanna, hún var í krafti valds síns yfir
lánsfénu að tortíma handverksmönnum og öðrum millistéttum.
Og auðvaldið var að kaupa upp báða stærstu stjórnmálaflokkana,
Republikana og Demokrata, og ná í krafti peninganna, mútnanna
og blaðalyganna völdunum í ríkinu endanlega í sínar hendur.
Það eru þessi fyrirbrigði, sem mæta litla íslenzka bændaþjóð-
félaginu er það kemur vestur. Þetta brot íslenzku bændaþjóðarinn-
ar, sem kom fullt vonar um „vesturheimskt frelsi“ úr vesaldóm-