Réttur - 01.01.1952, Page 18
18
RETTUR
heldur frara hugsjón, annarri en bæði Man-, Sask- og Ontario-bændur, og
sem ég felli mig við, víðsýnni, réttlátri stóttaflokkun, útilokun utanstétta,
iðnaðar-stétta alþing, í stað auðflokka-þings, framkvæmdastjórn á því, sem
lögleitt er, sem fellur ekki, þó frumvarp hennar eitthvert falli á þingi, víkur
aðeins við vantraustsyfirlýsing. Þetta er nú aðalkjarninn í souieí-stjórn svo
nefndri, „democrasíið," sem á er stagast, en hvergi er til nema í Rússlandi,
jþó Woods hafi þetta frá sjálfum sér. I minni ímyndun hlýtur líkt þessu
að ske — eða, heimurinn fer til andsk . . . á þessari öld. Svo er nú komið
fyrir almenningi alls heims, að þetta þolir litla bið.“
Af sömu skarpskygni og Stephan G. brýtur til mergjar vandamál
bændastéttarinnar í viðureign við auðvaldið, tekur hann vandamal
verkalýðsins í stóriðjunni. Sígild er lýsing hans í „Drottinsorð-
inu“ á fólkinu „á valdi véla sinna,“ þegar Pedro Brasilíukeisari er
leiddur í „stóriðnaðar-þrælaþorpin“ og sér þann hluta verkalýðs-
ins, sem er að eyðileggjast líkamlega og andlega, „bernskaður
auðsins vöggu-galdri,“ og óskar þess heitast af öllu að:
,/lldrei verOi i voru riki
vinnumennskan yðrar líki!
t þvl hliði aÖ engill stæöi,
allra bœna lengst ég baÖi
landiÖ mitt þeim voöa verÖi.
Vœri i nauÖ — meö brugönu sveröi.“
Þetta er ósk Stephans G. til landsins síns gagnvart ameríska
stóriðjuþrældómnum. Hann hrylti frá upphafi komu sinnar til
Ameríku við þeirri skelfingu, er auðvald Ameríku skóp með
drottnun sinni yfir verkalýðnum. Eða hver man ekki ótta hans
um framtíðina í „Kvöld“ (1899), einmitt út af því ástandi, er hann
lýsir þannig:
„Og þd sé ég oþnast þaÖ eymdanna djúp
þar erfiÖiÖ liggur d knjám
en iöjulaust jjdrsafn d féleysi elst
sem fúinn í lifandi trjdm,
en hugstola mannfjöldans vitund og vild
er vilt um og stjórnaö af fdm."
Og hve sárt finnur hann ekki og lýsir örlögum hvers einstaklings,
sem fullur vonar hafði flúð kúgun afturhalds Evrópu til vonar-
landsins mikla í vestri? Hve þungur er ekki dómurinn yfir auð-
valdsþjóðfélagi Ameríku hjá „Patreki frænda“ (1898):