Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 21
RÉTTUR
21
anna tóku bréfin og ritgerðirnar öll tvímæli af. 1922 segir hann
í „Úrlausn. Drög til æfisögu":
„Hitt hygg ég, að iðnbræðralag — „classpolitik", „bolshevisme" — verði
næsta stig, helst um allan heim, og að það, með vaxandi skilningi, leiði til
samvinnu frá samkepni manna milli, því sérhver „stétt" finnur sjálf best,
hvar skór kreppir, og getur valið vegi til úrbóta, án þess réttur hluti hinna
„stéttanna“ sé fyrir borð borinn, sé vilji og skynsemi látin ráða, en ekki
atkvæðamagn, þó sumar ,ítéttir“ þurfi alvega að afnema, t. d. her-
mannanna."
Skáldið, sem orti „Vopnahlé“ og Vigslóða allan, áleit þörf upp-
reisnar og byltingar alþýðunnar í öllum löndum gegn auðvaldi
því, er olli stríðinu mikla 1914-18. Því segir hann í bréfi til Jóns
frá Sleðbrjót 28. nóv. 1918:
„En hitt er víst, rísi ekki almenningur upp í löndum sigurvegaranna
og afstýri því, sem verða vill, endar þetta stríð, eins og önnur hafa gert,
með tapi alþýðu á unnu frelsi sínu, í þeim ríkjum, sem ofan á urðu, en
gróða fyrii sanna menningu og betra innbyrðis fyrirkomulag fyrir yfir-
unnu þjóðirnar heldur en hitt, sem þær áttu áður við að búa, hversu svo sem
yfirborðin kunna að láta líta út. Kló hins hroka-heimska hervalds kreppir
sig um sína eigin þjóð, þó það dragi hrammana inn af útlendum vígvelli.
Ég á von alþýðu afturfarar Bandamanna-megin eftir stríðið, nema hún hafi
vit á að kippa völdum úr ræningja höndum, allra þeirra, sem að stríði þessu
stóðu, vægðarlaust."
Stephan G. sá rétt fyrir þessa hamslausu árás auðvaldsins
á alþýðu Bandaríkjanna eftir stríð, sem birtist — þá eins og nú —
jafnt í ofsóknum gegn verkalýðshreyfingunni, sem hann svaraði
ógleymanlega í kvæðinu „Eugene Debs“, og í Rússaníði.
Og hann tók af öll tvímæli um álit sitt á þeim aðförum auðvalds
og afturhalds. í bréfi til Jóns frá Sleðbrjót 14. marz 1920 segir
hann:
„Og nú eru þau (þ.e. flokksblöðin) að byrja að ljúga sig með lagi út úr
sinni eigin lygi um „bolshevismann" á Rússlandi, þegar engin brögð ætla
að duga lengur til að skera hann niður, því hann sigrar heim allan á
endanum, af því hann er sanngjarnastur, og eina hjálpin út úr þeim hreins-
unareldi, sem mannheimur er staddur í, hann — eður mennirnir í dýpra
víti, að eilífu, það er ég viss um. Deiluefnið er ekki lengur, hvort „soviet"-
fyrirkomulagið eigi að komast á, heldur: verður það fáanlegt með góðu,
eða aðeins með illu. Nú geng ég víst alveg fram af þér í „landráðunum,"
sem einu sinni þýddi svipað og „politík" nú, én ég var ögn búin að hugsa