Réttur


Réttur - 01.01.1952, Síða 22

Réttur - 01.01.1952, Síða 22
22 RÉTTUR þetta, og kominn eitthvað í áttina, áður en sovietta-sagan hófst, þvi undir- stöðu-atriði hennar voru orðin upphugsuð fyrir löngu, sem sé, engin stétt nema ein: iðjumennirnir. Þeir einir setja reglur um verk og viður- gerning, sem verkið vinna og kunna. Öll störf unnin, einstaklingum og þjóð- inni til ágætis, en engum sérstakling til auðlegðar." Og enn bendir hann á sömu hugmyndina í öðru bréfi til Jóns frá Sleðbrjót, 2. júní 1920 (í beinu framhaldi af því, sem vitnað er til á 17.—18. síðu): „Taflið aðeins um — fæst þetta með lögum, eða aðeins með bardaga. Rússastjórn æskir einskis, nema friðar, til að fullkomna hjá sér þetta fyrirkomulag, sem hún trúir á, en fær ekki frið. Öll „hervöld helvítanna," auður og stjórnarvöld allra ríkja, sem nú eru uppi, siga á hana öllum hennar nágrönnum, með mútum, undirróðri, liðstyrk, herbúnaði og hót- unum. Þetta síðasta veit ég, því það gerist nú samtíma mér." Stephan G. gerðist þannig í lífi og list andlegur brautryðjandi íslenzku þjóðarinnar og þá fyrst og fremst „iðjustéttanna", bænda og verkamanna, í því að móta baráttuna gegn því auðvaldsskipu- lagi, er þjóðarbrotið íslenska fyrirfann í Vesturheimi, og finna leið alþýðunnar til sigurs yfir því. Og eins og hann skildi til hlítar aðstöðu auðvaldsins til verkamanna og bænda þess eigin þjóðar, eins túlkaði skáldið, sem risti brezka auðvaldinu níð í „Transvaal" og hæddi hið bandaríska í „Filippseyjum", aðferð auðvaldsins til að drottna yfir framandi þjóðum: imperialism- ann (heimsvaldastefnuna), strax og hann kom fram á sjónar- sviðið. Hve biturt er ekki háð hans í bréfinu til Jóns Ólafssonar ritstjóra 2. okt. 1898: „Hvað sé í fréttum? Ja, svona almennt, að hann hérna „höfðingi þessa heims" leiddi Bretann upp á ofurhátt fjall, sýndi honum öll ríki veraldar- innar o. s. frv. og bauðst að gefa honum það allt, ef hann félli fram og til- bæði sig. Og Bretinn gerði það með ánægju. Því eykur hann líka sjóher, leggur undir sig lönd og launar Sigtrygg í Winnipeg til að skamma Rússa- keisara, af því hann læst vilja stofna allsherjar frið, því þá gæti Bretinn ekki barist til meiri valda. Nú hefir „höfðinginn" teymt Vestmanninn upp á sama hnjúkinn og boðið honum sömu kjörin, og Vestmanninum þykir líka veraldareignin girnileg. Hefir krækt í Hawaii-eyjarnar, á nú tangarhald á Filipseyjum og tögl og hagldir á Cuba og dreymir um herauka og heimsvald, hugsar alveg eins bolalega eins og Bretinn, faðir hans og fyrirmynd, nemá að Sigtryggi vill hann ekki mat gefa, af því Sigtryggur vill hafa íslenska
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.