Réttur


Réttur - 01.01.1952, Side 26

Réttur - 01.01.1952, Side 26
26 RÉTTUR íalisma, allt frá Winnipeg vestur til Alberta, með Markerville að andlegri höfuðborg, til baráttu gegn ameríska auðvaldinu, — ís- lenzkt sveitafólk, dreift um víðáttur Vesturheims, með sjálf- stæðishugsjón Jón Sigurðssonar í blóðinu, í návígi við Morgan og Rockefeller. Og nú berast fréttirnar heim til gamla ættlandsins af vágesti þeim, auðvaldsdrekanum, sem ógnar allri alþýðu Vesturheims og þarmeð hinu litla þjóðarbroti íslands, og býr sig til að tortíma því frelsi, er útflytendurnir ætluðu þar að finna, eyðileggja þær vonir, sem þeir höfðu gert sér um betri hag, og brjóta á bak aftur þá menningu og manndáð, sem þroskuð hafði verið í alda baráttu við erlenda kúgun. ★ Eftir 1890 heimsækir hver af öðrum af helztu andans mönnum íslands landana vestan hafs og allir koma þeir aftur með sömu söguna af skrímsli því, er sé að umlykja mannfélagið helgreipum dollarins og kæfa þá hugsjón, er áður heillaði menn að landi því. Þorsteinn Erlingsson, Jón Ólafsson, Einar Kvaran, Matthías Jochumsson — þeir komu, sáu og sigruðust á öllum gyllivonum, er þeir höfðu gert sér um „frelsisins fimbulstorð“, hið volduga byltingaland Washingtons, er á sínum tíma hafði vakið þjóðirnar af svefni með uppreisn og þjóðfrelsisbyltingu 1776 og vægðar- lausu stéttarstríði gegn þrælahalds-aðli Suðurríkjanna 1861-65. Þorsteinn Erlingsson, er kveðið hafði Bandaríkjunum frelsis- óðinn fagra „Vestmenn", áður en hann sá þau, kvað upp svofelldan dóm,- er hann kom aftur heim: „Ekki er stjórnarskipan Ameriku síður einkennileg en annað þar. Enginn er þar konúngur kórónaður eða keisari, en þó eru þar konúngar fleiri að tiltölu en á nokkrum bletti öðrum á jörðinni jafnstórum; en þeir ráða ekki yfir afmörkuðum landsskikum þar eins og siður er annarsstaðar og eru hvorki þjóðkonúngar nje fylkiskonúngar, heldur eru þeir allir konúngar á sama svæðinu, og mun það mörgum íslendingi, og raunar fleirum, þykja ótrúlegt að þeir lifa í besta friði og efla veldi hvers annars af öllum mætti, það gera aungvir kóngar aðrir. Þó að stjórnspeki og manngæði ráði hjer miklu um friðinn eins og annars- staðar, þá er þó óvíst að það hefði orðið einhlítt hefði náttúran ekki gert þessa menn svo haganlega úr garði að þeir keppa alls ekki eftir því að eiga alla þegna sína frá hvirfli til ilja eins og aðrir konúngar, heldur hafa látið sjer lynda að eiga aðeins hlut í þeim og fjármunum þeirra .
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.