Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 29
RÉTTU R
29
Á Manilla' og Havaii nú hami
hef’r hann skift, svo einginn trúa má
það sje leingur fuglinn sá inn sami,
sem þar legst á frjálsra manna ná.
Nú er fárátt fólk til hlýðni barið,
fólk, sem ekki skilur ykkar mál;
úrvals-manna æsku-hlóði’ er varið
okurkarla’ og presta’ að fylla sál.
Nú er daufheyrt þinnar þjóðar eyra;
þjóðin svíkur hestu manna von.
Upþ úr gröf svo hátt, að megi heyra,
hrópa þú til lands þins, Washington!
J. Ó. 1899.
Einar Hjörleifsson Kvaran, boðberi mannúðarinnar og sam-
úðarinnar með smælingjunum lýsir eftir vesturför sína 1909, á-
standinu þar með þessum orðum í „Vesturför“:
„Því meira sem ég las af Vesturheimsblöðunum, því betur skildist mér,
hve afar þungt áhyggjuefni ástandið í Bandaríkjunum hlýtur að vera
hinum bestu og vitrustu mönnum þar..........“
Það er auðvitað auðvaldið, sem voðinn stendur af.
Það hefur átt mjög mikinn þátt í að gera Bandaríkin að því, sem þau
hafa orðið á svo skömmum tíma. Sjálfsagt eiga þau auðvaldinu meira að
þakka tiltölulega en nokkur önnur þjóð......
En nú er það orðið að hcljar-óvætt, sem þjóðin ræður ekkert við, líkt og
ormur Þóru borgarhjartar. Hún bar gull undir orminn. Hann óx og gullið
líka. Loks lagðist hann utanum skemmuna, svo að saman tók höfuð og
sporður, og enginn maður þorði að koma til skemmunnar, nema sá einn,
er færði honum mat. Og heilan uxa þurfti hann í mál. Þjóðfjelagið hefur
borið gull undir auðvaldið með ýmsum hlunnindum og fjárveizlum. Og
auðvaldið hefir magnast og gullið vaxið. Og auðvaldið étur meira en heilan
uxa i mál Það étur meira en efni þjóðarinnar. Það étur oft og einatt
löghlýðni hcnnar og drengskap, þar sem það nær til. Það er aðalspillingar-
afl heimsálfunnar. Og nú stendur á því, að einhver Ragnar loðbrók vinni
óvættina.
En auðvaldið hefir 'ekki heldur horft á með hendur f vösum. Það hefir
hvorki gert meira né minna en loka peningalindinni að allmiklu leyti fyrir
veröldinni. í sinni röð er það sjálfsagt hið gífurlegasta örþrifaráð, sem
nokkuru sinni hefir verið gripið til á þessari jörð ....