Réttur - 01.01.1952, Page 34
34
RETTUR
og setur eftirlitsmenn sína í hvaða íslenzkar stofnanir sem því
þóknast.
Amerískt auðvald hefur sett her sinn á land á íslandi, lagt
undir sig þá staði, sem það vill, svikið alla samninga, er
það hefur gert við íslenzka ríkisstjórn: smyglað, tollsvikið, skatt-
svikið, brotið öll íslenzk lög, sem það hefur haft aðstöðu til að
brjóta (iðnlög, heilbrigðislög etc.).
Amerískt auðvald setur nú hershöfðingja sína sem hæstráð-
endur á íslandi til sjós og lands. Amerískt hervald drottnar
yfir Keflavíkurvelli, er að taka Hvalfjörð sem flotastöð, heimtar
að nota ísland sem drápssker sér til handa í árásum á Evrópu,
er því bjóði svo við að horfa. Nú eru það ekki lengur „amerísku
blóðhundarnir“ á Filippseyjum og Havaií, sem Þorsteinn Erlings-
son reit á móti og Jón Ólafsson orti gegn, — nú er það mikil-
virkasta morðvald mannkynssögunnar, — kjarnorkumorðingjarnir
frá Nagasaki og Hiroshima, — sem leggur undir sig ísland til
komandi „afreka“ sinna. Alger fyrirlitning á íslenskri menningu
einkennir yfirgang þessara nútíma Skrælinga Mammons-ríkis-,
ins, — algert skeytingarleysi um líf og tilveru íslenzku þjóðar-
innar einkennir styrjaldarundirbúning þeirra á íslandi.
Þegar ísland loks eftir sex alda áþján hafði losnað við leyfar
danskrar yfirdrottnunar 17. júní 1944, er það nú gleypt af
auðvaldi Morgans og Rockefellers, lög þess og stjórnarskrá fótum
troðin, hlutleysi þess og friðhelgi varpað fyrir borð og eyjan
hvíta gerð að árásarvígstöð amerísks hervalds í Atlanzhafi.
Þegar íslenzk þjóð loks eftir alda eymd og fátækt, hafði skapað
almenna velmegun í krafti atvinnu fyrir alla og áhrifa sósíal-
istískrar verkalýðshreyfingar á þjóðlíf og þjóðlega stjórn á ár-
unum 1944-47, — rænir amerísk auðmannastétt mestöllu því,
sem alþýðan hafði áunnið sér, helmingi launa hennar og af-
komuörygginu og hefur nú leitt hörmungar atvinnuleysis og þar-
með sárustu fátæktar yfir fólk íslands á ný.
1. Viðbragð hinna voldugustu á Fróni.
Hvert er svo viðbragð íslenzku þjóðarinnar við þessari árás
amerísks auðvalds á ísland?
Hinir ríkustu og voldugustu meðal íslendinga hafa svínbeygt
sig fyrir hinu erlenda valdi, — einmitt þeir dýpst, sem ísland
hafði veitt mestan auð og íslenzk þjóð treyst til mestra valda.
íslenzkir ráðherrar og þingmenn hafa léð amerísku auðvaldi,
aðstoð sína til þess að brjóta lög og stjórnarskrá lýðveldisins