Réttur - 01.01.1952, Page 39
RÉTTUR
39
rýrnar stórum og afkomu bænda hrakar eins og annarra vinn-
andi stétta.
Enn sannast á íslenzkri bændastétt spakmæli Stephans G. í
eggjunarkvæði hans til alþýðu, — „bænda og búaliðs": „Oft
voru fjötrar foringjans fastast, sem að að þér reyrðu“.
íslenzk bændastétt var full andúðar, er Keflavíkursamningurinn
var gerður og pólitísk forusta hennar lék tveim skjöldum. Bænda-
stéttin var tvíráð og hikandi, er Atlanzhafssamningnum var
smeygt upp á þjóðina, en pólitísk forusta hennar gekk þá
hiklaust í þjónustu amerísku yfirdrottnaranna, nema þrír þing-
menn sátu hjá eða voru móti. Framsóknarþingsveitin brást svo
öll, er hernámið dundi yfir. En það sló óhugnanlegri þögn á
bændastétt landsins við það reiðarslag. Hún talar hljótt um það
mál eins og fjölskylda, sem orðið hefur fyrir smán, hlífir
sér við að ræða hana, en hugsar því dýpra og finnur sárar til. Og
þegar nú bætast við samfeldar árásir á lífskjör bænda að undirlagi
amerískra auðdrottna, framkvæmdar af íslenzkri leppstjórn, þá
mun íslenzk bændastétt smámsaman átta sig á hvað er að gerast.
Iiugsjónir hennar fornar og nýjar munu aftur komast til virðingar.
Hagsmunir hennar munu á ný skipa henni við hlið alþýðu bæjanna
til baráttu gegn því arðráni og atvinnuleysi, sem auðvaldið leiðir
nú yfir allar vinnandi stéttir.
★
Hvað er það, sem fyrst og fremst hefur veikt svo viðnám ís-
lenzkra bænda og borgara gegn árásum amerísks auðvalds, að
þeir enn farga bæði frelsi og föðurlandi fyrir það.
Það, sem hefur blindað þá, er fyrst og fremst misnotkun lýð-
ræðishugtaksins, framkvæmd af flokkum, sem einu sinni voru
flokkar bænda og borgara, en nú eru orðnir tæki amerísks auð-
valds og íslenzkrar einokunarklíku.
Ameríska auðvaldið og íslenzkir erindrekar þess nota „lýð-
ræðið“ í afskræmdri, amerískri áróðursútgáfu, alveg eins og
danska einokunarvaldið notaði „lúterskuna“. Fyrst til þess að
ræna þjóðina og svifta hana yfirráðum í landi sínu. Síðan til að
forheimska hana og drepa úr henni dómgreind og kjark. Þannig
var fyrrum niðurnídd nýlenduþjóð næstum drepin út í eigin
landi. — Nú á að ganga lengra: nú á að fá íslenzku þjóðina til
að fórna lífi sínu fyrir amerísku lygina um lýðræði, með því að
gera land sitt að drápsskeri og leggja þjóðina undir eyðingu í
árásarstyrj öld vitstola amerísks auðvalds á Evrópu.