Réttur


Réttur - 01.01.1952, Síða 39

Réttur - 01.01.1952, Síða 39
RÉTTUR 39 rýrnar stórum og afkomu bænda hrakar eins og annarra vinn- andi stétta. Enn sannast á íslenzkri bændastétt spakmæli Stephans G. í eggjunarkvæði hans til alþýðu, — „bænda og búaliðs": „Oft voru fjötrar foringjans fastast, sem að að þér reyrðu“. íslenzk bændastétt var full andúðar, er Keflavíkursamningurinn var gerður og pólitísk forusta hennar lék tveim skjöldum. Bænda- stéttin var tvíráð og hikandi, er Atlanzhafssamningnum var smeygt upp á þjóðina, en pólitísk forusta hennar gekk þá hiklaust í þjónustu amerísku yfirdrottnaranna, nema þrír þing- menn sátu hjá eða voru móti. Framsóknarþingsveitin brást svo öll, er hernámið dundi yfir. En það sló óhugnanlegri þögn á bændastétt landsins við það reiðarslag. Hún talar hljótt um það mál eins og fjölskylda, sem orðið hefur fyrir smán, hlífir sér við að ræða hana, en hugsar því dýpra og finnur sárar til. Og þegar nú bætast við samfeldar árásir á lífskjör bænda að undirlagi amerískra auðdrottna, framkvæmdar af íslenzkri leppstjórn, þá mun íslenzk bændastétt smámsaman átta sig á hvað er að gerast. Iiugsjónir hennar fornar og nýjar munu aftur komast til virðingar. Hagsmunir hennar munu á ný skipa henni við hlið alþýðu bæjanna til baráttu gegn því arðráni og atvinnuleysi, sem auðvaldið leiðir nú yfir allar vinnandi stéttir. ★ Hvað er það, sem fyrst og fremst hefur veikt svo viðnám ís- lenzkra bænda og borgara gegn árásum amerísks auðvalds, að þeir enn farga bæði frelsi og föðurlandi fyrir það. Það, sem hefur blindað þá, er fyrst og fremst misnotkun lýð- ræðishugtaksins, framkvæmd af flokkum, sem einu sinni voru flokkar bænda og borgara, en nú eru orðnir tæki amerísks auð- valds og íslenzkrar einokunarklíku. Ameríska auðvaldið og íslenzkir erindrekar þess nota „lýð- ræðið“ í afskræmdri, amerískri áróðursútgáfu, alveg eins og danska einokunarvaldið notaði „lúterskuna“. Fyrst til þess að ræna þjóðina og svifta hana yfirráðum í landi sínu. Síðan til að forheimska hana og drepa úr henni dómgreind og kjark. Þannig var fyrrum niðurnídd nýlenduþjóð næstum drepin út í eigin landi. — Nú á að ganga lengra: nú á að fá íslenzku þjóðina til að fórna lífi sínu fyrir amerísku lygina um lýðræði, með því að gera land sitt að drápsskeri og leggja þjóðina undir eyðingu í árásarstyrj öld vitstola amerísks auðvalds á Evrópu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.