Réttur - 01.01.1952, Side 44
44
RETTUR
höfuðborgarinnar, sem „háborg íslenzkrar menningar11 átti að rísa
samkvæmt draumsjónum fyrstu áratuga fullveldisins, rís nú engil-
saxneskt „bragga“-hverfi, ryðskúrar byggðir íslenzkum barna-
fjölskyldum við hörmulegustu aðstæður, — en íslendingum neitað
um frelsi til að útrýma þessum heilsuspillandi íbúðum, neitað um
frelsi til þess að flytja inn byggingarefni, meðan allar búðir eru
fylltar af erlendum óþarfa og iðjuvarningi, til að drepa niður
íslenzkan iðnað. *
Þannig er þjóð vor leikin sem nýlenduþjóð væri, af erlendum
hrokagikkjum Mammonsríkisins, með tilstyrk innlendra valdhafa.
Þióðinni er hrundið úr því atvinnu- og afkomuöi-yggi, sem hún
hafði áunnið sér með baráttu sinni og pólitískri sókn undir forustu
Sósíalistaflokksins 1942—47, niður í eymd og ánauð. Er nú komið
sem áður var að íslendingar eru farnir að flýja land sakir atvinnu-
leysis þess, sem leppstjórn Ameríkana skipuleggur. En amerískir
menn eru fluttir inn að sama skapi m. a. til að stjórna íslenzkum
íyrirtækjum.
Það er hafin árás af ameríska auðmannavaldinu á ísland og ís-
lendinga, til þess að leggja land og þjóð undir sig, gera íslendinga
að ánauðugri nýlenduþjóð í eigin landi, er hlýði möglunarlaust
voldugum, vopnuðum amerískum herrum og eftirláti þeim land
og þjóð til hverra þeirra nytja eða eyðingar, sem herraveldið kýs.
En þótt hættan sé meiri nú en nokkru sinni fyrr, þá er viðnáms-
þróttur þjóðar vorrar, andlegur, efnahagslegur og pólitískur líka
meiri nú en nokkru sinni áður í sögu vorri.
Tunga vor, skírð í hreinsunareldi Jónasar Hallgrímssonar, •—
eina tunga germanskra þjóða, sem slapp ómenguð út úr alda-
langri menningaráþján herraveldis aðalsins, — leggur nú til
úrslitaorustu um tilveru sína við drottnandi mál auðvaldsheimsins.
En þeim sigrum forfeðra vorra í baráttunni um tunguna er það
að þakka að jafnt íslendingasögurnar sem endurreisnarskáldskap-
urinn verða vorri kynslóð vopn og dýrmætur arfur í átökunum
við ameríska valdið.
Listir íslands standa nú í fjölbreytilegustum blóma sínum,
en þær hafa nokkru sinni náð. Skáldsagnagerð söguþjóðarinnar
nær hátindi að nýju með Halldóri Kiljan Laxnes. Síðari tímar
munu meta hann einn mesta skáldsagnahöfund allra tíma, hvernig
sem andlegir dvergar samtímans vanmeta hann og ofsækja. Á ör-
lagastund íslenzku þjóðarinnar gefur hann henni íslendingasögur
að nýju, þar sem geymd eru í eigindum einstakra ógleymanlegra
persóna og meitluðum ódauðlegum setningum sár reynsla og sönn
hreysti íslenzkra kynslóða allra alda. Sagan af Sölku Völku, sagan