Réttur


Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 45

Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 45
RÉTTUR 45 af Ólafi Kárasyni Ljósvíking, sagan af Jóni Hreggviðssyni og Snæ- fríði íslandssól, og framar öllu sagan af Bjarti í Sumarhúsum, hin sígilda hetjusaga einyrkjubóndans, bezta hetjusagan, sem fjölmenn asta stétt jarðarinnar hefur eignazt, — allar eru þessar sögur þegar orðnar lifandi þáttur þjóðlífsins. Persónur þeirra lifa og berjast með okkur eins og Skarphéðinn og Gunnar, Gísli og Grettir lifðu og börðust með íslenzkri alþýðu um aldir, þegar Mórar erlendrar á- þjánar ætluðu að murka úr henni kjark og vit eins og Morgun- blöð erlendra auðdrottna reyna nú. „Er setn marklanst aldastrit uppreist hér og tilgang finni,‘‘ segir Jóhannes úr Kötlum um ljóð Stephans G. — og það er lýsing, sem á líka við, um skáldsögur Halldórs K. Laxness, þess- ar íslendingasögur alþýðunnar, þar sem stritandi menn og starf- andi konur eru hetjur í þrotlausri baráttu þjóðar, sem er óvinn- andi af því hún metur sína andlegu yfirburði alltaf meira en auð- vald óvinarins. Og hvílík húðstrýking er ekki „Atomstöðin" íslenzkri auðmannastétt, þeirri stétt, sem metur Mammonsríki Ameríku meira en allt, sem íslenzkt er og fórnar framtíðinni fyrir það, að svo miklu leyti sem hún fær að ráða. Fjölmennasta skáldasveit, sem nokkru sinni hefur fylkt sér um málstað íslands, berst í bundnu máli sem óbundnu í sama anda og Jónas Hallgrímsson, Matthías Jochumsson, Þorsteinn Er- lingsson og þeirra kynslóðir gegn erlendri áþján, gegn innlendum ræfilskap og uppgjöf, fyrir því að fólk íslands eigi og meti land sitt og menningu og verji frelsi sitt gegn útlendum yfirgangi. Það er sem renni saman í einni hljómkviðu þeir margbreytilegustu tónar sem slegnir hafa verið á íslenzka strengi: óþrotlegur eldmóður kvæða Jóhannesar úr Kötlum, þess skálds vorrar kynslóðar, sem nær hæstum og dýpstum tónum í ljóðum sínum, — hrikaleg tign og rómantísk ættjarðarást ljóða Jóns Helgasonar, — hljóðlát dreym- andi fegurð í óð Snorra Hjartarsonar, — kaldhæðni, er minnir á Heine, í umbrotakveðskap Steins Steinars, tinnuhvöss ádeila í ritsnilld Halldór Stefánssonar, — straumlygn örlagaþungi í stíl- fegurð Ólafs Jóhanns, — töfrandi þýður innileiki í ljóðlist Þorsteins Valdimarssonar. Þessi skáldasveit leggur nú til atlögu í fullri vitund um úrslita- þátt sinn í andlegri viðureign íslands við hið ameríska tröll auðs og andlegrar örbirgðar. Þorbergur Þórðarsson er brautryðjandinn i „Bréfum til Láru“ í svæsnustu ádeilu á amerískt auðvald, sem út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.