Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 47
RÉTTUR
47
ins“) kvað Shelley. Og verkalýðurinn er herinn, sem heyr þá bar-
áttu, og setur heiminum þau lög, sem skáldin ortu um og dreymdi.
íslenzk verkalýðshreyfing fékk ljóð og leiðbeiningar Þorsteins
Erlingssonar í vöggugjöf, þjálfaðist í tveggja kynslóða átökum
við yfirstétt íslands, sem urðu hörðust í bardögunum 1932-35. Hún
sigraðist á afturhaldinu og einræðisbrölti þess 1942 og knúði allt, er
lífrænt var til með þjóðinni til framvindu og framfara, unz 1947,
að ameríski hrammurinn dróg til sín allt, sem var dauðvona og
rotið, drap nýsköpun íslands í dróma Marshalls og breytti af-
komuöryggi íslenzkrar alþýðu í atvinnuleysi og neyð. í hjörtum
fátæks alþýðufólks lifði frelsi íslands, þegar auðug yfirstétt
brást því. Verkalýðshreyfing íslands lagði til fyrsta allsherjar-
verkfalls í stjórnmálaskyni, þegar ameríska hervaldið klófesti
Keflavík 1946, fyrsta fangastað sinn á íslenzkri grund. Verkalýð-
ur Reykjavíkur mótmælti með voldugasta útifundi íslenzkrar sögu
fjörráðunum við þjóðina 30. marz 1949. Og verkalýðshreyfing
Islands svaraði amerísku einræði í íslenzku atvinnulífi, sem
bannaði verkalýðnum vísitöluuppbót, með víðtækasta verkfalli,
sem háð hefur verið á íslandi, 18.-22. maí 1951. 8000 menn og konur
í höfuðstaðnum knúðu fram afturköllun amerísku valdboðanna og
þarmeð kauphækkun, þegar amerískur her hafði ruðzt hér á land
uieð samþykki íslenzkra erindreka sinna í valdastól.
Skipulagsmáttur íslenzks verkalýðs, tuttugu og fimm þúsund
manna og kvenna, sem eru skapandi aflið í framleiðslulífi lands-
ins, er þegar orðið sterkasta valdið í íslenzku þjóðfélagi, ef því er
beitt af djörfung og forsjá.
Skilningurinn á nauðsyn stéttarsamheldni og stéttabaráttu hef-
Ur gagntekið verkalýðsstéttina nú þegar. Verkamenn og verka-
konur íslands eru þegar vissar um réttlæti málstaðar síns í
baráttunni fyrir brauðinu. Sú hugsjón þjóðfrelsis og sósíalisma,
sem Sósíalistaflokkurinn hefur boðað og barizt fyrir, vísar verka-
lýðnum veginn til varanlegs sigurs í baráttunni fyrir brauðinu,
leiðina til að grípa fyrir rætur atvinnuleysis og auðvaldskúgunar.
„Fræðikenningin verður að efnislegu valdi, þegar hún nær tök-
um á fjöldanum. Fræðikenningin er fær um að ná tökum á fjöld-
anum, þegar hún skírskotar til mannsins sjálfs og hún skírskotar
til mannsins sjálfs, þegar hún er róttæk“, segir Karl Marx.
Þegar verkalýðurinn er orðinn jafn viss um hlutverk sitt og vald
til að fara þá leið sem forusta þjóðarinnar í frelsisbaráttu hennar
eins og hann er um réttlæti málstaðar síns í dag, þá eru dagar
amerískrar yfirdrottnunar á íslandi taldir.
Bandalag verkalýðsins við aðrar vinnandi og framfarasinnaðar