Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 50
„Og munum vjer eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði
oss og sonum vorum og þeirra sonum, og allri ætt vorri, þeirri, er þetta
land byggir; og mun ánauð sá' aldreigi ganga cða hverfa af þessu landi. En
þótt konungur sá sé góður maður, sem ég trúi vel, að sé, þá mun það fara
héðan frá sem hingað til, þá er konungaskipti verða, að þeir cru ójafnir, sumir
góðir, en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er haft
hafa síðan er land þetta byggðist, þá mun sá til vera, að ljá konungi enskis
fangstaðar á, hvorki um landaeign hér, né um það að gjalda héðan ákveðnar
skuldir, þær er til lýðskyldu megi metast."
★
Úr jarðhúsinu í Reykholti kveður við raust Snorra Sturluson-
ar, mannsins, sem gaf norrænum þjóðum hetjusögu kynstofns
þeirra, og var veginn af íslenzkum þýjum erlends drottinsvalds
Hún mælir til þeirra manna á íslandi, Noregi, Danmörku, sem
leggja íslenzka þjóð fjötraða að fótum amerísks hervalds, — til
þeirra, sem ala hér á ofstæki og ofsóknum að amerískum hætti
gegn þeim andlega arftaka Snorra, sem nú ber hróður íslands
hæst um heim, Halldóri Kiljan Laxnes. Hún mælir; Eigi skal
höggva — með stolti og vissu þess manns, sem veit hann lifir
alla morðingja sína.
★
Frá höggstokknum í Skálholti hrópar til vor blóð Jóns biskups
Arasonar og sona hans. í þrjár aldir varð þjóð vorri að blæða —
og hafði nær blætt út — fyrir ósigur þann, er hún þá beið í viður-
eign við erlent vald, sem með forheimskun og þýlyndi blindaði
íslenzkan huga og anda, rændi íslenzkum eignum, mútaði íslenzk-
um höfðingjum og murkaði síðustu leifar íslenzks frelsis.
★
Úr þjóðfundarsalnum hljómar til vor rödd Jóns Sigurðssonar,
svarið við útlendu ofbeldi, erlendri hersetu, tjáð af hiklausum
huga, þegar afturhald Evrópu hafði bælt niður frelsisbyltingar
fólksins: Ég mótmæli, — svarið, sem táknaði sigur íslenzks anda
yfir erlendu ofbeldi og ofurefli, — svarið, sem lagði með snilld
foringjans smiðshöggið á einingu íslendinga, birti alþjóð ávöxtinn
af eldmóði Eggerts, atorku Skúla, baráttu Baldvins og ljóðum
Jónasar. Og bak við hin djörfu orð foringjans rís himinhátt
uppreisnarandi íslenzkrar alþýðu, íklæddur blóði og holdi Bólu-
Hjálmars, í Þjóðfundarsöngnum 1851:
Ef synir móður svikja þjáða,
sverð vikinga mýkra er;