Réttur - 01.01.1952, Side 54
54
RÉTTUR
En oss er það ekki nóg, íslenzkum sósíalistum, að hugsjón
alþýðunnar, sósíalisminn, rætist. Vér viljum hindra að auðvaldi
Ameríku takist áður en sá heimssigur vinnst að tortíma þjóð vorri
eða að drepa úr henni manndáðina.
★
Það voru „mikil fyrirheit lítilli þjóð“, er slíkur andlegur leiðtogi
sem Stephan G. Stephansson mótaðist í fyrstu átökum íslenzks
anda og amerísks auðs. Vér minnumst þess, er Örn Arnarson kvað
um Vesturfarana vora:
,$é taliÖ, að við höfum tapað,
að tekið sé þjóðinni blóö,
þvi fimmtungur fdliðaðs kynstofns
sé falinn með erlendri þjóð,
þd ber þess að geta, sem giœddist:
Það gaf okkar metnaði flug
að fylgjast með landnemans framsókn
og frétta um Væringjans dug.
Þeir sýndu það svart á hvitu
með sönnun, er stendur gild,
að œlt vor stóð engum að baki
að atgerfi, drengskaþ og snilld.
Og kraftaskáld Klettafjalla
þar kvað sin Hávamál
sem aldalangt munu óma
i íslendinga sál."
í baráttu sinni við amerískt auðvald mun íslenzk alþýða sjá um
að þau fyrirheit rætist. Hún mun bjarga arfleifð og eðliskostum
þjóðar vorrar, skírðum eldi þeirrar baráttu, sem háð var og
framundan er.
íslenzk alþýða mun bjarga tungu vorri í átökunum við engil-
saxnesku herraþjóðirnar, eins og hún bjargaði henni í baráttunni
við latínu og dansk-þýzka aðalinn.
íslenzk alþýða mun bjarga stolti þjóðar vorrar undan fargi
amerísks hroka og vesaldómi þýlyndis þeirra, sem nú knékrjúpa
herravaldinu og lofa það hástöfum, eins og einokunarkaupmenn
voru lofaðir af undirlægjum á aumustu þingum forðum. Hún
mun varðveita stolt sitt, einnig þegar verkamenn íslands eru
undirorpnir rannsóknarrétti amerískra stjórnarskrárrofa á Kefla-