Réttur - 01.01.1952, Side 66
Marshallaðstoðin
og áhrif hennar á efnahagsþróun íslendinga.
eftir ÁSMUND SIGURÐSSON
Höfð eru þau orð eftir Filipusi Makedóníu konungi, að engin
borg væri óvinnandi,'ef asni klyfjaður gulli kæmist inn um borgar-
hliðin. Þótt orð þessi séu nú nokkur þúsund ára gömul virðast þau
í fullu gildi enn í dag.
Það gerðist á miðju sumri 1947, að Marshall utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna hélt ræðu í Harvardháskóla og bar fram
tillögur um „viðreisnaraðstoð handa hinum hrjáðu stríðsþjóðum
Evrópu". í Ameríku var hugmynd þessari tekið opnum örmum
einkum þó af auðmannastéttinni.
í Vestur-Evrópu bar mjög á andúð. En eftirtektarvert var
það, að áköfustu fylgismenn þessarar hugmyndar í þeim löndum,
er aðstoðar skyldu njóta voru forustumenn svæsnustu afturhalds-
flokkanna ásamt þeir auðmannaklíkum, er þá studdu.
Allur þorri fólks virtist tregur til að átta sig á þeirri blessun,
er „hjálpin“ skyldi veita. í opinberum blöðum kom þetta fram.
Jafnvel hið brezka sósíaldemókratablað „New Statesman and
Nation", lýsti því yfir, að betra væri „aS horfa fram á ýtrasta
harðrétti stuttan tíma, en dæma sig til að afsala frelsinu til að
verzla hvar sem væri og ráða sjálfur framtíð okkar innan lands
og alþjóðlega“.
Hér úti á íslandi voru einnig borgaralegir stjórnmálamenn,
sem ekki virtust þegar átta sig á blessun þessarar hjálpar, eða
a. m. k. létu svo heita.
Hinn 14. okt. 1947 komst utanríkisráðherra íslands, Bjarni
Benediktsson svo að orði í þingræðu, er rætt var um Marshall-
hjálp og 7—8 millj. kr. lán í því sambandi:
„ísland er hins vegar ekki í hópi þeirra þjóða, sem hafa beðið
um slíka aðstoð, og við skulum vóna, að við berum gæfu til að
haga svo málum okkar að við þurfum ekki á henni að halda ....