Réttur - 01.01.1952, Page 67
RÉTTUR
67
.... En jafnvel þó miklu stærra lán væri fáanlegt, er greinilegt
að afleiðing þess yrði einungis sú, að við mundum á skömmum
tíma festast í skuldafeni, sem við ættum erfitt með að losna
úr.“
Hinn 12. apríl 1948 ræddi Tíminn málið og komst þá svo að
orði í ritstjórnargrein, að það sé kynleg pólitík, ....að safna
eyðsluskuldum í Bandaríkjunum, sem eru vitanlega ekkert annað
en vísasti vegurinn til fjárhagslegs ósjálfstæðis .... Eigum við
að safna eyðsluskuldum í Bandaríkjunum til þess að geta fengið
þaðan tóbak og vindla?
Eigum við að safna eyðsluskuldum í Bandaríkjunum til þess
að geta látið fólk sporta sig í lúxusbílum í þúsundatali? Enginn
íslendingur ætti að vera í vandræðum að svara þessum spurning-
um“.
Þannig voru fyrstu undirtektir borgaralegra stjórnmálamanna
íslenzkra. — Reynslan sýndi þó fljótt að af litlum heilindum
hafði verið mælt, því brátt kom í ljós að ríkisstjórn Stefáns
Jóhans Stefánssonar með Bjarna Benediktsson í sæti utanríkis-
ráðherra vann markvisst að því að gera ísland að þátttakanda
í þessari svokölluðu efnahagssamvinnu.
Og 3. júlí 1948 um það bil ári síðar en hugmyndin var fyrst
sett fram var samningur um þátttöku íslands undirritaður af
Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra fyrir íslands hönd og
Richard P. Butrich sendiherra Bandaríkjanna fyrir þeirra hönd.
Utanríkismálanefnd var að engu spurð, Alþingi var að engu
spurt, þjóðin var að engu spurð. Samningsgerðin var eingöngu
á ábyrgð þeirrar stjórnar, er þá fór með völd.
Samningur þessi er í 12 greinum auk inngangs um fallegan
tilgang, og fylgiskjal með nánari skýringum á efni einstakra
greina.
í formálanum er slegið föstum þeim meginreglum, að skapa
þurfi þær aðstæður að komið verði aftur á fót eða viðhaldið
..grundvallarreglum einstaklingsfrelsis, frjálsu stjórnskipulagi og
sönnu sjálfstæði í ríkjum Evrópu“.
Hér er þegar í byrjun lýst hinum pólitíska tilgang. Hann er sá
að viðhalda kapitalistískum þjóðfélagsháttum, kæfa þær sósíal-
istísku frelsishreyfingar, sem efldust mjög í styrjöldinni, og
hindra þannig eðlilega stjórnmálaþróun í ríkjum Evrópu.
Þær kvaðir, sem íslenzka þjóðin tók á sig eru síðan betur
skýrðar í einstökum greinum samningsins, og skulu hér nokkrar
tilvitnanir birtar.
I annarri grein segir s.vo: