Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 68
68
RÉTTUR
„Mun ríkisstjórn íslands gera sitt ýtrasta til þess að gera eða
halda áfram þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegar eru til að
tryggja hagkvæma og hagsýna notkun allra auðlinda, sem hún
hefur umráð yfir, þar á meðal .... Athugun og endurskoðun á
hagnýtingu slíkra auðlinda með ströngu eftirlitskerfi, sem sam-
þykkt er af efnahagssamvinnustofnun Evrópu“.
Enn fremur er svo ákveðið í sömu grein, að ríkisstjórn ís-
lands skuldbindi sig til „að láta ríkisstjórn Bandaríkjanna í té,
þegar hún óskar þess, nákvæmar tillögur um tilteknar fram-
kvæmdir, sem ríkisstjórn íslands hefir í hyggju að gerðar verði
að verulegu leyti fyrir aðstoð samkvæmt þessum samningi“.
Ennfremur segir: „Að koma gjaldmiðli sínum í öruggt horf,
koma á eða viðhalda réttu gengi, afnema halla á fjárlögum ....
viðhalda öryggi í innanlands fjármálum11 o. s. frv.
í fjórðu grein er hið alkunna ákvæði um mótvirðissjóðinn, sem
þar er nefndur „sérstakur reikningur", er ríkisstjórn íslands
skuldbindur sig til að stofna og leggja inn á jafnháar upphæðir
í íslenzum krónum og dollaraframlög þau, er íslendingar fá án
endurgjalds. Ennfremur er alkunnugt það ákvæðí, að þessu fé
má ekki ráðstafa nema með samþykki Bandaríkjastjórnar.
Þá segir svo í 5. grein:
„Ríkisstjórn íslands mun greiða fyrir afhendingu til Bandaríkja
Ameríku til byrgðasöfnunar eða í öðru skyni á efnisvörum sem
framleiddar eru á íslandi og Bandaríki Ameríku þarfnast vegna
skorts, sem er eða líklegt er að verði á þeirra eigin auðlindum,
með sanngjörnum söluskilmálum, skiptum og vöruskiptum eða á
annan hátt, og í því magni og til þess tíma, er samkomulag
kann að nást um milli ríkisstjórna íslands og Bandaríkja Am-
eríku .... Ríkisstjórn íslands mun, þegar ríkisstjórn Bandaríkja
Ameríku óskar þess, hefja samningaviðræður um nánari ákvæði,
er nauðsynleg eru til að framkvæma fyrirmæli þessarar greinar“.
í 7. gr. segir:
„Ríkisstjórn íslands mun senda ríkisstjórn Bandaríkja Ameríku
í því formi og á þeim tíma, sem ríkisstjórn Bandaríkjanna óskar
.. nákvæmar upplýsingar um fyrirætlanir, áætlanir og ráðstafan-
ir, sem ríkisstjórn íslands ráðgerir eða ákveður, með það fyrir aug-
um að framkvæma fyrirætlanir samnings þessa og .... nákvæmar
skýrslur um framkvæmdir samkvæmt samningi þessum þ. á m.
skýrslu um notkun þess fjár, vara og þjónustu, sem tekið er
við samkvæmt honum .... upplýsingar varðandi efnahag sinn
og hverskonar aðrar upplýsingar, sem máli skipta og nauðsynlegar
eru .... aðstoða ríkisstjóm Bandaríkjanna við öflun upplýsinga