Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 71
RÉTTUR
71
á annað borð yrði gengið inn á þessa óheillabraut, þá væri þó a.
m.k. sjálfsagt að nota féð eingöngu til atvinnulegrar uppþyggingar.
En ekki einu sinni það hefur verið gert nema að nokkru leyti.
Efnahagsaffstoð, hjálp, viffreisn, eru hin glæsilegu nöfn, sem
starfsemi þessi hefur hlótið á íslenzku máli. Höfðu íslendingar svo
mikla þörf fyrir gjafafé til viðreisnar atvinnulífi sínu árin
1947—48? Hvað segja dæmin um það? í ársbyrjun 1947 tók ríkis-
stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar við völdum.
Þá hafði nálega engin endurnýjun á togaraflotanum átt sér
stað í 17 ár. En í sama mánuði og sú stjórn settist í valdastólana
komu fyrstu nýsköpunartogararnir til landsins. Síðan streymdu
þeir viðstöðulaust heim, þar til 30 nýir togarar höfðu gjörsamlega
endurnýjað togaraflotannn íslenzka.
Vélbátaflotinn var þá mjög endurnýjaður, verzlunarskipaflotinn
stóraukinn. Bæði í iðnaði og landbúnaði voru að gerast stórar
breytingar til aukinnar tækni. Atvinnuleysi var ekki til. Allur
almenningur hafði í fyrsta sinn orðið það sem kalla má bjargálna.
Efnahagsöryggi flestra einstaklinga var meira en nokkru sinni
fyrr.
Auk þessa er ótalið það, sem reynt hefur verið mjög að leyna
í opinberum umræðum, aff af þeim innstæffum, sem þjóffin átti
erlendis og hæst námu milli fimm og sex hundruff millj. voru eftir
ónotaffar 168,8 millj. þegar frá voru dregnar rúmar 54 millj. sem
ógreitt var vegna togarakaupanna og lagðar höfðu verið til hliðar.
Þessar 168,8 millj. nálguðust að vera þriðjungur innstæðnanna.
Hvað var það sem gat rekið íslendinga til þess að gerast þátttak-
endur í þessari stofnun? Að því mun komið síðar.
Eitt af því, sem áunnist hafði á þeim árum er sósíalistar
störfuðu með í ríkisstjórn voru stórkostlegir viðskiptasamningar
við Sovétríkin. Árið 1946 var gerður viðskiptasamningur um út-
flutning til þeirra, er nam 74 millj. kr. En vegna þess að íslend-
ingar höfðu ekki nóg vörumagn til að uppfylla samninginn, varð
útflutningurinn ekki nema 58 millj. tæpar. Innflutningur þaðan
til íslands var aftur á móti aðeins 9 millj. og mismunurinn ca. 49
niillj. kr. var greiddur í dollurum.
Til sönnunar því hve viðskipti þessi voru okkur mikilvæg skal
hér birt umsögn úr skýrslu Landsbankans fyrir árið 1947 um
þennan samning. Þar segir svo:
„Frá ársbyrjun 1946 tók svo fyrir sölu á freðfiski til Bretlands
og var mikil óvissa ríkjandi í afurðasölunni, þar til samningar
tókust sama ár í maí um sölu á miklu magni af freðfiski o. fl. til
Rússlands. Síldarlýsi og síldarmjöl voru einu sjávarafurðir sem