Réttur


Réttur - 01.01.1952, Page 72

Réttur - 01.01.1952, Page 72
72 RÉTTUR brezka stjórnin var kaupandi að á árinu og vildi hún fá sem mest af síldarlýsinu vegna feitmetisskortsins heima fyrir.“ Og síðar í skýrslunni segir : „Aflabresturinn á síldveiðunum um sumarið varð til þess að ekki kom til sölu nema á % af hinu umsamda magni af saltsíld og tæplega helmingur síldarlýsisins. Fobverðmæti afurðanna sem fóru til Rússlands hefur alls orðið 58 millj. kr. en hefði orðið 74 millj. ef ekki hefði þurft að draga úr sölumagninu. Mismunurinn á andvirði afurðanna til Rússlands og innflutningnum þaðan var 49 millj. og var greiddur í dollurum." Öll freðfiskframleiðslan 1946 var 24.000 tonn. Þar af fóru 15.000 tonn til Sovétríkjanna. Sézt á því greinilega hve illa hefði verið ástatt fyrir okkur þá með þessa framleiðslu, ef ekki hefði tekizt að vinna þennan markað, þegar aðrir markaðir lokuðust. Þessi viðskipti héldu áfram í stærra mæli 1947. Þá var gerður viðskiptasamningur að upphæð 96 Vz millj. kr. En eins og fyrra árið tókst ekki að uppfylla hann að fullu. Útflutningurinn varð milli 60 og 70 millj., en innflutningurinn miklu minni og mismun- urinn greiddur í dollurum eins og áður. Þetta atriði að fá langsamlega mestan hlutann greiddan í doll- urum, sem hægt var að kaupa fyrir hvar í veröldinni sem var gerði þessi viðskipti hagstæðari en nokkur önnur, sem við gerðum á sama tíma. Síðan gerist það, að ísland gerist aðili að Marshallsamstarfinu 3. júlí 1948. Þá bregður svo við, að það á,v minnka þessi viðskipti ofan í 6 millj. og næsta ár 1949 eru þau horfin með öllu. Þegar athugaðar eru tilvitnanir þær í Marshallsamninginn, sem birtar eru hér að framan, þá þarf sannarlega ekki nema meðal- dómgreind til að skilja samhengið milli þessara hluta. Hvað skyldi það hafa verið annað en þetta, sem brezka blaðið átti við, þegar það talaði um afsal þess frelsis að verzla hvar sem væri og ráða sjálfir eigin málum bæði innanlands og alþjóðlega. En einmitt þegar höggvið var á þessi viðskipti, hófust markaðs- örðugleikarnir aftur. Allt sumarið 1948 og langt fram á haust voru engar horfur á að takast mætti að losna við freðfiskinn allan. En þá hugkvæmdist ríkisstjórninni það snjallræði að fá leyfi til að gefa verulegan hluta hans upp í part af þeirri dollaraupphæð, sem íslendingum var úthlutað á því ári. Árangur þessarar viðleitni var birtur á Alþingi og 15. okt. stóðu svohljóðandi risafyrirsagnir í Morgunblaðinu um þennan samning:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.