Réttur - 01.01.1952, Side 82
82
RETTUR
engar skuldbindingar hvorki vaxtagreiðslur né annað, a. m. k. sé
litið á þjóðarheildina.
Önnur tegund er lánsfé, sem fengið er á hreinum viðskipta-
grundvelli, en þjóðin getur að öðru leyti ráðstafað að eigin vild,
en greiða þarf með vöxtum og afborgunum, er aftur höggva skarð
í afrakstur framleiðslunnar. Þó er almennt viðurkennt réttmæti
þess að nota slíkt fjármagn en verður hinsvegar að metast eftir
aðstæðum í hvert sinn. í mörgum tilfellum er gjörsamlega ómögu-
legt að hrinda nauðsynlegum verkum í framkvæmd án lánastarf-
semi, enda allt bankakerfi hins kapítalistiska heims byggt á þeim
grunni.
Þriðja tegund fjármagnsins er svo gjafaféð. Það er að vísu
fremur sjaldgæft að slíkt fjármagn sé á boðstólum í miklum mæli,
en á vorum dögum gerast margir undarlegir hlutir. En fróðlegt
væri að vita, hvort jafnvel hinir sögufróðustu menn, þekkja þess
nokkur dæmi úr mannkynssögunni, að ein þjóð hafi gefið annarri
stóra fjármuni í öðrum tilgangi en að kaupa þá sem gjafirnar
fékk. Þessi fjáröflunarleið, að láta gefa sér, er auðveld. Það virð-
ist ekki amalegt að taka við fjármagni og þurfa hvorki að vinna
fyrir því eða greiða það aftur. Reyndin er þó sú, að þetta er
hættulegasta fjáröflunarleiðin. Það er þessi fjáröflunarleið, sem
veldur þeirri kreppu, sem nú er að þjaka íslenzkt atvinnu- og efna-
hagslif, þótt mörgum kunni að þykja ótrúlegt. Þetta verður ljóst
við að athuga áhrif þessa fjármagns á efnahagsþróunina innbyrðis,.
einkum ef féð er notað til annars en fjárfestingarframkvæmda.
Á stríðsárunum eignuðust íslendingar allmikla fjármuni. Þjóðin
komst í fyrsta sinn í þá aðstöðu að geta hafið uppbyggingu atvinnu-
vega sinna fyrir eigið fé. Þessu fylgdu engar kvaðir, hún var ein-
ráð um framkvæmdirnar og á þeim hvíldu engar vaxta- og afborg-
anagreiðslur til erlendra aðila. Þær millj., sem þjóðin hefur tekið
að láni síðan hafa að sumu leyti verið notaðar til fjárfestingar en
að öðru leyti til neyzlu- og rekstrarvörukaupa. Sá hlutinn sem fer
til fjárfestingar á að skapa arðbæra eign, en hitt er að lifa fyrir
fram á tekjum sem þjóðin á eftir að vinna fyrir síðar.
Ekki verður þetta sagt um gjafaféð mun margur segja, og er
rétt að því leyti að ekki mun beint þurfa að greiða það aftur með
vöxtum. Eins og fyrr er sagt hefur okkur nú verið talin til gjafa
rúmlega 430 millj. kr. miðað við núverandi gengi.
Það eru tvö atriði, sem fyrst og fremst skipta hér máli: Áhrif
þessa fjármagns í efnahagslífinu, og skilyrði þau sem varð að
hlíta til að fá það í hendur.
Fyrsta reynslan kom í sambandi við freðfiskinn sem fór til