Réttur


Réttur - 01.01.1952, Síða 82

Réttur - 01.01.1952, Síða 82
82 RETTUR engar skuldbindingar hvorki vaxtagreiðslur né annað, a. m. k. sé litið á þjóðarheildina. Önnur tegund er lánsfé, sem fengið er á hreinum viðskipta- grundvelli, en þjóðin getur að öðru leyti ráðstafað að eigin vild, en greiða þarf með vöxtum og afborgunum, er aftur höggva skarð í afrakstur framleiðslunnar. Þó er almennt viðurkennt réttmæti þess að nota slíkt fjármagn en verður hinsvegar að metast eftir aðstæðum í hvert sinn. í mörgum tilfellum er gjörsamlega ómögu- legt að hrinda nauðsynlegum verkum í framkvæmd án lánastarf- semi, enda allt bankakerfi hins kapítalistiska heims byggt á þeim grunni. Þriðja tegund fjármagnsins er svo gjafaféð. Það er að vísu fremur sjaldgæft að slíkt fjármagn sé á boðstólum í miklum mæli, en á vorum dögum gerast margir undarlegir hlutir. En fróðlegt væri að vita, hvort jafnvel hinir sögufróðustu menn, þekkja þess nokkur dæmi úr mannkynssögunni, að ein þjóð hafi gefið annarri stóra fjármuni í öðrum tilgangi en að kaupa þá sem gjafirnar fékk. Þessi fjáröflunarleið, að láta gefa sér, er auðveld. Það virð- ist ekki amalegt að taka við fjármagni og þurfa hvorki að vinna fyrir því eða greiða það aftur. Reyndin er þó sú, að þetta er hættulegasta fjáröflunarleiðin. Það er þessi fjáröflunarleið, sem veldur þeirri kreppu, sem nú er að þjaka íslenzkt atvinnu- og efna- hagslif, þótt mörgum kunni að þykja ótrúlegt. Þetta verður ljóst við að athuga áhrif þessa fjármagns á efnahagsþróunina innbyrðis,. einkum ef féð er notað til annars en fjárfestingarframkvæmda. Á stríðsárunum eignuðust íslendingar allmikla fjármuni. Þjóðin komst í fyrsta sinn í þá aðstöðu að geta hafið uppbyggingu atvinnu- vega sinna fyrir eigið fé. Þessu fylgdu engar kvaðir, hún var ein- ráð um framkvæmdirnar og á þeim hvíldu engar vaxta- og afborg- anagreiðslur til erlendra aðila. Þær millj., sem þjóðin hefur tekið að láni síðan hafa að sumu leyti verið notaðar til fjárfestingar en að öðru leyti til neyzlu- og rekstrarvörukaupa. Sá hlutinn sem fer til fjárfestingar á að skapa arðbæra eign, en hitt er að lifa fyrir fram á tekjum sem þjóðin á eftir að vinna fyrir síðar. Ekki verður þetta sagt um gjafaféð mun margur segja, og er rétt að því leyti að ekki mun beint þurfa að greiða það aftur með vöxtum. Eins og fyrr er sagt hefur okkur nú verið talin til gjafa rúmlega 430 millj. kr. miðað við núverandi gengi. Það eru tvö atriði, sem fyrst og fremst skipta hér máli: Áhrif þessa fjármagns í efnahagslífinu, og skilyrði þau sem varð að hlíta til að fá það í hendur. Fyrsta reynslan kom í sambandi við freðfiskinn sem fór til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.