Réttur - 01.01.1952, Qupperneq 87
RÉTTUR
87
vart dollar og hækkaði þá verð á öllum dollaravörum um
44 prósent. Ekki var þó þetta talið nægilegt. Mestur hluti þingsins
1949 fór í átök um hina algeru gengislækkun er fram fór í marz
1950, og hækkaði þá gengi alls erlends gjaldeyris gagnvart ísl.
kr. um hvorki meira né minna en 74,3%.
Þótt þetta væri gert undir því yfirskyni að verið væri að
bjarga bátaútveginum og útflutningsverzluninni þá vita engir
betur en sjálfir þeir valdhafar, er þessu réðu að gengislækkunin
var framkvæmd, samkvæmt vestrænni skipun, í samræmi við skil-
yrðið um að viðhalda réttu gengi.
Bezta sönnun þess, að gengislækkunin kom útveginum ekki að
gagni er sú, að réttu ári síðar en hún var framkvæmd þurfti
að grípa til nýrra ráðstafana. Var þá bátagjaldeyrisfyrirkomulag-
ið upp tekið og í því fólgið að bátaútvegsmenn fengu allmikinn
hluta gjaldeyrisins, er þeir mega flytja fyrir ákveðnar vöruteg-
undir inn í landið og fá jafnframt einkaleyfi til að selja þær á því
verði er þeim sýndist. Þetta er því ekkert annað en dulin gengis-
lækkun er nær til viss hluta af bæði framleiðslunni og inn-
flutningnum. En þetta sýndi sig vera einnig bráðabyrgðaráðstöfun,
því í janúar 1952 varð að útvíkka þetta fyrirkomulag og láta
það ná til margskonar nauðsynjavara, og gengislækkunin þar með
gerð ennþá víðtækari.
Nú hefur það raunar komið í ljós, að það varð ekki útgerð-
in, sem fleytti rjómann af þessum ráðstöfunum. Birtar hafa verið
tvær opinberar skýrslur frá verðgæslustjóra hin fyrri í sept.
og hin síðari í des. s. 1. ár.
Samkvæmt fyrri skýrslunni liggur íyrir athugun á vörumagni,
sem í innkaupi kostaði 1 millj. 958 þús. kr. Síðan bættust við
það bátagjaldeyrishagnaður 738 þús. kr., verzlunarálagning 2
millj. 413 þús. kr. og frakt, tollar og söluskattur 2 millj 391 þús.
kr. Útsöluverð 7,5 millj. kr.
Síðara dæmið innifelur vörumagn sem í innkaupi kostaði
2 millj 316.000 kr. en útsöluverð yfir 9 millj. Af þeirri nærri 7
millj. kr. hækkun sem á þessu varð fékk bátaútvegurinn 941 þús.
kr. Hitt fer til verzlunarstéttarinnar og ríkisins.
Jafnframt þessu var tekið á móti 200 millj. kr. í Marshallgjafir
á einu ári til þess að auka innflutning og gefa verzlunina frjálsa
sem kallað er, eins og fyrr er sagt. Einn af þingmönnum Alþýðu-
llokksins upplýsti það í þingræðu, að þær 114 millj. kr. frá
Greiðslubandalagi Evrópu sem í þessu tilfelli bættist við, væru
bundnar því skilyrði að kaupgjald yrði ekki látið hækka þrátt
fyrir þær gífurlegu verðhækkanir, er öllum þessum ráðstöfunum