Réttur - 01.01.1952, Side 88
88
RETTUR
fylgdu. Þessu hefur ekki verið mótmælt enda mun Alþýðuflokk-
urinn kunnugur innan stjórnarherbúðanna.
Þetta fé hefur því að verulegu leyti farið fyrir neyzluvörur,
og jafnframt orðið til þess að auka stórkostlega á kreppuna. Það
gerist á þann hátt, að stórkostlegt vörumagn er flutt inn í landið,
sem fyllir allar verzlanir. Þetta vörumagn þarf að greiða af því
fjármagni sem í umferð er í landinu. En af því að gjaldeyririnn
sem fenginn er fyrir þessar vörur kemur ekki frá íslenzkum út-
flutningstekjum, heldur sem gjöf, þá fá atvinnufyrirtækin og
einstaklingarnir aldrei í hendur þær eðlilegu tekjur, sem þeir
þurfa til þess að geta greitt þessar vörur. Andvirðið verða þeir að
taka af því fjármagni sem þeir höfðu fyrir, því þeir fá engar
tekjur á móti slíku vörumagni. Hinar íslenzku krónur sem greiddar
eru fyrir vörurnar verða eign ríkisins, í mótvirðissjóðnum, sem
ekki má ráðstafa nema með amerísku leyfi.
Hér er náð því marki, sem Benjamín ræðir um, þegar hann
segir að andvirði varanna þurfi að koma af eignum manna og
úr rekstri fyrirtækja, það er að einstaklingar og fyrirtæki eiga
að verða andvirðinu fátækari.
Þetta er því einn þátturinn og ekki sá minnsti í því að skapa
kreppuna, og þetta er munurinn á því að þjóðin fer að lifa á
gjöfum í stað þess að lifa á eigin framleiðslu.
Lánsfjárbannið
En ein aðferðin, sem hefur verið notuð til að skapa þessa
kreppu er lánsfjárbannið, sem svo hefur verið nefnt, eða fyrir-
brigði það sem allir þekkja í formi lánsfjárkreppunnar, er nú
þjakar atvinnulífið. Hver maður sem á annað borð skilur eðli
hins kapitalistíska þjóðfélags veit, að atvinnulíf þess verður á
engan hátt rekið nema hæfilegt magn lánsfjár sé í umferð. Til að
sinna þessu hlutverki er bankakerfi landanna byggt upp.
Því meira sem til er af framleiðslutækjum og tæknimögu-
leikarnir meiri því meira lánsfé þarf að hafa í umferð. Fyrir-
tæki sem reka milljónaveltu þurfa mikið rekstrarfé, sem í flestum
tilfellum verður að fá að láni, en trygging þess á að vera fólgin
í væntanlegri framleiðslu fyrirtækjanna.
Atvinnuþróun hér á íslandi hefur verið geysi ör hin síðustu
ár. Framleiðslutæknin hefur aukizt svo mjög að slíks höfum
við aldrei þekkt dæmi fyrr á jafn skömmum tíma. Nægir að