Réttur


Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 88

Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 88
88 RETTUR fylgdu. Þessu hefur ekki verið mótmælt enda mun Alþýðuflokk- urinn kunnugur innan stjórnarherbúðanna. Þetta fé hefur því að verulegu leyti farið fyrir neyzluvörur, og jafnframt orðið til þess að auka stórkostlega á kreppuna. Það gerist á þann hátt, að stórkostlegt vörumagn er flutt inn í landið, sem fyllir allar verzlanir. Þetta vörumagn þarf að greiða af því fjármagni sem í umferð er í landinu. En af því að gjaldeyririnn sem fenginn er fyrir þessar vörur kemur ekki frá íslenzkum út- flutningstekjum, heldur sem gjöf, þá fá atvinnufyrirtækin og einstaklingarnir aldrei í hendur þær eðlilegu tekjur, sem þeir þurfa til þess að geta greitt þessar vörur. Andvirðið verða þeir að taka af því fjármagni sem þeir höfðu fyrir, því þeir fá engar tekjur á móti slíku vörumagni. Hinar íslenzku krónur sem greiddar eru fyrir vörurnar verða eign ríkisins, í mótvirðissjóðnum, sem ekki má ráðstafa nema með amerísku leyfi. Hér er náð því marki, sem Benjamín ræðir um, þegar hann segir að andvirði varanna þurfi að koma af eignum manna og úr rekstri fyrirtækja, það er að einstaklingar og fyrirtæki eiga að verða andvirðinu fátækari. Þetta er því einn þátturinn og ekki sá minnsti í því að skapa kreppuna, og þetta er munurinn á því að þjóðin fer að lifa á gjöfum í stað þess að lifa á eigin framleiðslu. Lánsfjárbannið En ein aðferðin, sem hefur verið notuð til að skapa þessa kreppu er lánsfjárbannið, sem svo hefur verið nefnt, eða fyrir- brigði það sem allir þekkja í formi lánsfjárkreppunnar, er nú þjakar atvinnulífið. Hver maður sem á annað borð skilur eðli hins kapitalistíska þjóðfélags veit, að atvinnulíf þess verður á engan hátt rekið nema hæfilegt magn lánsfjár sé í umferð. Til að sinna þessu hlutverki er bankakerfi landanna byggt upp. Því meira sem til er af framleiðslutækjum og tæknimögu- leikarnir meiri því meira lánsfé þarf að hafa í umferð. Fyrir- tæki sem reka milljónaveltu þurfa mikið rekstrarfé, sem í flestum tilfellum verður að fá að láni, en trygging þess á að vera fólgin í væntanlegri framleiðslu fyrirtækjanna. Atvinnuþróun hér á íslandi hefur verið geysi ör hin síðustu ár. Framleiðslutæknin hefur aukizt svo mjög að slíks höfum við aldrei þekkt dæmi fyrr á jafn skömmum tíma. Nægir að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.