Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 89
RÉTTUR
89
benda á að á síðustu fimm árum höfum við eignast 40 nýja
togara. Áður var kominn fjöldi vélbáta einnig fjöldi hraðfrysti-
húsa, fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkunarhúsa og annarra iðju-
fyrirtækja. Mun áreiðanlega ekki ofmælt, þótt fullyrt sé, að
framleiðslugeta þjóðarinnar hafi aukizt um helming s. 1. ára-
tug. En af því leiðir aftur það, að rekstrarféð, sem þarf að vera
í umferð þarf að aukast mjög. Þetta rekstrarfé verður að fást
að láni í lánsstofnunum þjóðarinnar ef atvinnutækin eiga að
nýtast til fulls, svo framleiðslan ekki bíði tjón.
Hver hefur svo verið stefna ríkisstjórnar þeirrar, sem með
völd hafa farið s. 1. fimm ár í þessu máli. í stað þess að gæta
þess að nægilegt rekstrarfé geti verið í umferð vegna atvinnu-
tækjanna og láta það aukast með auknum framleiðslutækjum,
hefur markvisst verið stefnt að því að draga inn það fé, sem
í umferð var og hefur Marshallstefnan verið drjúg til liðveizlu í því
starfi, enda er við það átt, þegar Benjamín ræðir um það að
peningarnir fyrir Marshallvörurnar eigi að koma af tekjum ein-
staklingsins og úr rekstri fyrirtækja. Þannig hafa verið dregnar
375 millj. kr. úr rekstri atvinnulífsins með stofnun mótvirðis-
sjóðsins. Hann verður að vísu eign ríkisins og það verður þeim
mun auðugra, sem einstaklingarnir verða fátækari og atvinnulífið
í meiri fjárþröng. En þetta hefur ekki verið látið nægja.
Með gengislækkuninni hefur allt laust fjármagn í landinu
verið lækkað, svo erlendur gjaldeyrir hækkaði í verði um 73,4%.
Ef slík ráðstöfun átti ekki að hefta atvinnulífið og fram-
leiðsluna þurfti auðvitað jafnframt að stórauka bæði útlán bank-
anna og seðlamagnið sem í umferð var. En því fer fjarri að svo
hafi verið gert. í des. 1949 námu heildarútlán bankanna 904
millj. kr. Síðan kemur gengislækkunin í mars 1950 með hinni
gífurlegu verðfellingu á krónunni, er aftur jók þörfina fyrir
aukinn krónufjölda.
En í des. 1951 námu útlánin 1250 millj. og er sú hækkun hvergi
nærri móti þeirri verðhækkun sem orðið hefur bæði af völdum
gengisfellingarinnar og þeirra verðhækkana, sem orðið hafa af
öðrum ástæðum s. s. verðhækkanir á erlendum markaði sem
í ýmsum tilfellum hafa verið miklar. Þessar tölur sýna því raun-
verulega lækkun útlánanna miðað við hið lækkandi verðgildi
peninganna. Ennþá skýrar kemur þetta í ljós hvað seðlaveltuna
snertir. í des. 1949 var hún 184,4 millj., en í des 1951 var hún aðeins
197,5 millj. Hækkunin er aðeins rúmar 13 millj. þrátt fyrir
gengislækkunina og aðrar breyttar aðstæður. Hér er því ennþá