Réttur - 01.01.1952, Side 91
RÉTTUR
91
að ná sem mestu fé af tekjum manna og úr rekstri fyrirtækja
eins og Benjamín kvað.
Þá hefur verið sýnt fram á hvaða aðferðir hafa verið notaðar
i aðalatriðum til að skapa það kreppuástand sem nú þjakar at-
vinnulífið. Það er í fáum orðum sagt, að minnka fjármagnið,
dæla sjálfu blóðinu úr efnahagslíkamanum, en við það verða
sjálf líffærin, hinar einstöku greinar þess, óstarfhæfar að meira
eða minna leyti. Og þá er því næst að athuga hvað þetta kostar
þjóðina í framleiðslutekjum. Dæmi um það má finna mörg en
eitt hið allra gleggsta er þó það, hvernig togaraflotinn hefur
verið látinn flytja afla sinn óunninn úr landi, þrátt fyrir næga
aðstöðu til að tvöfalda gjaldeyrisverðmætin með því að full-
vinna hann í iðjuverum, sem næg eru til, en standa meira og
minna ónotuð vegna þess að þau skortir hráefni, og rekstrarfé.
Til þess að sýna þetta greinilega skal tekið dæmi:
Skikkanlegur togaraafli af karfa er ca. 300 tonn. Sé þetta magn
flutt út ísað má þykja gott ef það selst fyrir 9000 pund eða
405 þús. kr. Þar frá dregst bæði tollar og löndunarkostnaður
í Bretlandi 20% eða 80 þús. kr. Verður þá nettóhagnaður 325 þús.
kr. Sé þetta sama magn unnið til fulls í íslenzku iðjuveri
fengjust úr því eftirtalin verðmæti miðað við verð s. 1. ár.
75 tonn fullkominn fiskur frystur og pakkaður
á 700 kr. tonnið ......................... 525 þús. .kr.
42 tonn mjöl á 2000 kr. tonnið ............. 84 — —
9 tonn lýsi á 6500 kr. tonnuð............... 58 — —
Samtals 667 þús. kr.
Þannig mundi þetta aflamagn tvöfaldast við vinnsluna i landi.
Þar við bætist svo að sparast mundi dýrmætur veiðitími sem
nú fer i það að láta veiðiskipin sjálf sigla með afla sinn, þrátt
fyrir að við eigum næg flutningaskip til að anna því hlutverki.
Er það álit togarútgerðarmanna, að reikna mætti með allt
að 40 prósent meira aflamagni við að leggja hér á land og spara
þannig siglingartímann út. Yrði þá verðmætismunurinn miklu
meiri en hér er sýnt.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna ef rúm leyfði. Þó skal aðeins
minnst á saltfisksölur togaranna til Danmerkur, þar sem Dönum
er seldur saltfiskurinn óverkaður, og þeir síðan látnir keppa
við okkur á okkar eigin saltfiskmörkuðum.
Hver er ástæðan til svona reksturs á þjóðarbúinu? Hún er láns-