Réttur


Réttur - 01.01.1952, Side 91

Réttur - 01.01.1952, Side 91
RÉTTUR 91 að ná sem mestu fé af tekjum manna og úr rekstri fyrirtækja eins og Benjamín kvað. Þá hefur verið sýnt fram á hvaða aðferðir hafa verið notaðar i aðalatriðum til að skapa það kreppuástand sem nú þjakar at- vinnulífið. Það er í fáum orðum sagt, að minnka fjármagnið, dæla sjálfu blóðinu úr efnahagslíkamanum, en við það verða sjálf líffærin, hinar einstöku greinar þess, óstarfhæfar að meira eða minna leyti. Og þá er því næst að athuga hvað þetta kostar þjóðina í framleiðslutekjum. Dæmi um það má finna mörg en eitt hið allra gleggsta er þó það, hvernig togaraflotinn hefur verið látinn flytja afla sinn óunninn úr landi, þrátt fyrir næga aðstöðu til að tvöfalda gjaldeyrisverðmætin með því að full- vinna hann í iðjuverum, sem næg eru til, en standa meira og minna ónotuð vegna þess að þau skortir hráefni, og rekstrarfé. Til þess að sýna þetta greinilega skal tekið dæmi: Skikkanlegur togaraafli af karfa er ca. 300 tonn. Sé þetta magn flutt út ísað má þykja gott ef það selst fyrir 9000 pund eða 405 þús. kr. Þar frá dregst bæði tollar og löndunarkostnaður í Bretlandi 20% eða 80 þús. kr. Verður þá nettóhagnaður 325 þús. kr. Sé þetta sama magn unnið til fulls í íslenzku iðjuveri fengjust úr því eftirtalin verðmæti miðað við verð s. 1. ár. 75 tonn fullkominn fiskur frystur og pakkaður á 700 kr. tonnið ......................... 525 þús. .kr. 42 tonn mjöl á 2000 kr. tonnið ............. 84 — — 9 tonn lýsi á 6500 kr. tonnuð............... 58 — — Samtals 667 þús. kr. Þannig mundi þetta aflamagn tvöfaldast við vinnsluna i landi. Þar við bætist svo að sparast mundi dýrmætur veiðitími sem nú fer i það að láta veiðiskipin sjálf sigla með afla sinn, þrátt fyrir að við eigum næg flutningaskip til að anna því hlutverki. Er það álit togarútgerðarmanna, að reikna mætti með allt að 40 prósent meira aflamagni við að leggja hér á land og spara þannig siglingartímann út. Yrði þá verðmætismunurinn miklu meiri en hér er sýnt. Mörg fleiri dæmi mætti nefna ef rúm leyfði. Þó skal aðeins minnst á saltfisksölur togaranna til Danmerkur, þar sem Dönum er seldur saltfiskurinn óverkaður, og þeir síðan látnir keppa við okkur á okkar eigin saltfiskmörkuðum. Hver er ástæðan til svona reksturs á þjóðarbúinu? Hún er láns-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.