Réttur


Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 92

Réttur - 01.01.1952, Blaðsíða 92
92 RÉTTUR fjárbannið og lánsfjárkreppan, afleiðing þeirrar stefnu, að draga sem mest fé út rekstri fyrirtækja, svo að rekstrarfé skortir til að bíða svo lengi eftir andvirði hráefnanna að hægt sé að vinna úr þeim fullkomnar iðnaðarvörur og auka gjaldeyristekjurnar um helming um leið. Þá skal athuga lítilsháttar ástandið í öðrum atvinnugreinum. Birt hefur verið skýrsla frá iðnaðinum, þar sem sýnt er með tölum hvernig iðnaðurinn dregst saman og atvinnuleysi eykst að sama skapi. Nær skýrslan yfir 40 verksmiðjufyrirtæki í Reykja- vík einni, er höfðu í þjónustu sinni 699 manns við áramótin 1950-51. En við síðustu áramót var þessi tala komin niður í 221, og því fækkað á árinu um 478. Af þeim 221 er eftir voru, voru þó 63 á uppsögn svo e. t. v. er talan nú komin niður í 160. Af þessum 40 fyrirtækjum höfðu átta hætt störfum á ár- inu. Þar á meðal voru t. d. Ullariðjan og Feldurinn. Af hinum er að nafninu til starfa enn er t. d. Álafoss með fækkun starfs- fólks úr 70 niður í 12. Ullarverksmiðjan Framtíðin með fækkun úr 32 niður í 13. Ofnasmiðjan, fækkun ur 20 niður í 9. Þrjár skó- verksmiðjur með fækkun samtals úr 89 niður í 27, og svo má halda tölunni áfram. Það er sannarlega dýrkeypt Marshallfé, sem þannig leikur íslenzkt atvinnulíf. Og vinnuafl þess fólks, sem þannig er hrint út í atvinnuleysi er tapað fé fyrii þjóðarheildina. En þessi meðferð á iðnaðinum er bein afleiðing Marshallstefnunnar á tvennan hátt. í fyrsta lagi þannig að rekstrarfé skortir til að reka fyrirtækin og í öðru lagi, að neitað hefur verið um innflutn- ingsleyfi fyrir nauðsynlegum hráefnum. en í þess stað veitt inn- flutningsleyfi fyrir fullunnum iðnaðarvörum, sem verzlunum er heimilt að selja með ótakmarkaðri álagningu, meðan sams- konar iðnaðarvörur innlendar eru háðar verðlagseftirliti og há- marksálagningu. Afleiðing þess hefur orðið sú, að verzlanir hafa blátt áfram ekki viljað hafa hina innlendu vöru á boðstólum, vegna þess að gróðinn á sölu hennar er minni. Þannig ber allt að sama brunni: Erlendar vörur fluttar inn fyrir Marshallgjafir, inn- lend framleiðsla brotin niður, atvinnulcysi skapað, svo verðmæt- asta eign þjóðarinnar, vinnuafl fólksins notast ekki, framleiðslu tekjur þjóðarinnar verða þannig minni en ella og möguleikar eru til. Þannig hrúgast upp þær staðreyndir, er sanna það, að sú þjóð, sem tekur að lifa á gjöfum, malar jafnt niður sitt eigið atvinnulíf og skapar sjálfri sér þá hættu að verða ölmusubarn og styrkþegi um ófyrirsjáanlegan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.